Miðaldafólk á ferð
36 Heim Nú var loksins komið að heimferð en Ibn Battúta var fámálli um hana í ferðasögu sinni. Hún tók að vísu þrjú ár en það er lítið miðað við þau rúmlega tuttugu ár sem hann hafði verið á ferð fram að því. Á heimleiðinni kom hann við í Damaskus og frétti að sonurinn, sem hann eignaðist þar, hefði dáið fyrir tólf árum. Hann frétti líka að faðir hans væri látinn en móðir hans lifði enn. Þegar Ibn Battúta kom aftur til Landsins helga frétti hann að „sjúk- dómsplága hefði brotist út í Gasa og að tala látinna hefði farið yfir þúsund á dag”. Þegar lengra kom bárust honum tíðindi af því að móðir hans hefði látist í plágunni. Plágan fékk seinna heitið svarti- dauði. Heim komst hann en hann var ekki fullsaddur af ferðalögum því nú vildi hann ferðast til Spánar. Múslimskir márar ríktu í suður- héruðum Spánar en kristin konungsríki sóttu að þeim. Ibn Battúta sá afleiðingar svartadauða á ferð sinni en hann dáðist að borginni Granada og umhverfi hennar. Enn koma ferðamenn þangað og dást að byggingum og görðum máranna þó að ríki þeirra sé löngu horfið.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=