Miðaldafólk á ferð

35 Ekki mátti Ibn Battúta svíkjast um þó að honum líkaði vel á Maldíveyjum. Áfram varð að halda og stefna til Kína en á milli var eyjan Seylon sem nú kallast Sri Lanka. Þar komst Ibn Battúta í fjallgöngu þar sem sagt var að fótspor Adams sæjust enn. Síðan stansaði hann í hálfan mánuð á eyjunni Súmötru og fékk skip og vistir að gjöf frá soldáninum. Ibn Battúta var ekki fyrsti músliminn semheimsótti Kína. Íslamski heimurinn hafði mikil samskipti við Kína á miðöldum. Múslimar sigldu þangað, versluðu og kynntust kínverskum uppfinningum og framleiðsluvörum eins og pappír, postulíni og púðri. Svona lýsir Ibn Battúta einni nýjunginni: Kínverjar kaupa og selja með pappírsmiðum sem eru á stærð við lófa manns. Á þeim er stimpill soldánsins. Ef þessir miðar verða snjáðir af notkun er farið með þá í hús sem líkjast mynsláttuhús- unum hjá okkur og menn fá nýja seðla í staðinn. Það þarf ekkert að borga fyrir nýju seðlana því að starfsmennirnir fá laun frá soldán- inum. Höfðinginn sem ræður yfir þessu húsi er mjög hátt settur. Ibn Battúta sagði líka frá því að listmálarar hefðu fylgst með sér og félögum sínum og nokkru síðar voru þeir búnir að stilla út myndum af þeim sem voru svo líkar að allir þekktust vel á myndunum. Slík málverk voru stundum notuð sem lögreglu- myndir og auglýst eftir fólki á þeim ef það hafði brotið af sér. Ibn Battúta segist hafa komist alla leið til Peking en keisarann hitti hann ekki því hann var ekki í borginni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=