Miðaldafólk á ferð

34 Til Indlands og Kína Ferðagarpurinn lifði þetta af og hann hafði tíma til að eignast barn með ambátt í borg einni á leiðinni. Hann tók barn og móð- ur með sér og hélt áfram til Indlands. Í borginni Delí sat soldán- inn Múhameð Ibn Túglúk sem var snjall og kænn en gat verið grimmur og miskunnarlaus. Ibn Battúta gerðist dómari hjá hon- um, þjónaði honum í átta ár og ferðaðist víða um landið. Hann sá margt merkilegt, meðal annars jóga sem lyfti sér og sveif í loftinu. Hann var alltaf hræddur um sig og loks óttaðist hann að soldáninn ætlaði að láta handtaka sig og pynta og lífláta. Ráðið sem hann greip til var að lesa Kóraninn stöðugt og fara látlaust með bænir og að fasta dögum saman. Loks gaf hann allar eigur sínar til fátækra og lifði sem betlimunkur. Þá gat soldáninn ekki verið þekktur fyrir að ráðast að honum. Soldáninn sneri því blað- inu við, gaf honum miklar gjafir og bað hann að fara með fríðu föruneyti sem fulltrúa sinn til keisarans af Kína. Þarna slapp Ibn Battúta fyrir horn, bjargaði lífi sínu og svalaði ferðalöngun sinni enn frekar. Ferðin til Kína var engin sæla. Fyrst lenti hópurinn í höndunum á uppreisnarmönnum en slapp frá þeim við illan leik og áður en varði var Ibn Battúta farinn að dást að kvenfólkinu í næstu bæjum. Þegar hann komst til sjávar fékk hann kínversk skip, sem voru kallaðar djonkur, handa liði sínu og svo var siglt af stað. Ekki vildi þá betur til því helmingurinn fórst með skipi í óveðri og gjafir soldánsins fóru allar í sjóinn. Ekki gafst hann þó upp og hélt áfram að skoða heiminn hvað sem á dundi. Næsti áfangastaður var Maldíveyjar sem eru kóraleyjar og liggja lágt yfir hafi. „Fólkið er veikbyggt, óvant bardögum og stríði og bænin er vopn þess,” sagði hann í ferðasögu sinni. Hann ílentist á eyjunum, gerðist dómari og giftist fjórum konum. Hann var hneykslaður á því að konurnar á eyjunum gengu um berar að ofan og reyndi að banna þann sið en gekk lítið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=