Miðaldafólk á ferð

Það er eins og heil borg á hreyfingu með íbúum, moskum og sölubúðum. Reykurinn úr eldhús- unum stígur upp því eldað er á ferð. Fólkið er allt í vögnum. Þegar komið var í áfangastað tóku þau tjöldin niður úr vögnunum og létu á jörðina því þau eru fislétt. Eins var gert við moskurnar og sölubúðirnar. Alls staðar var Ibn Battúta fljótur að kynnast ráða- mönnum og helstu höfðingjum. Nú var hann kominn til Mongólaforingja sem átti fjórar konur og ein af þeim hét Bæjalún og var kristin prinsessa, dóttir keisarans í Konstantínópel. Hún var ófrísk og vildi fæða barnið í föðurhúsum. Hún fékk leyfi til þess og Ibn Battúta fékk líka leyfi til að fara með henni því hann var forvitinn um þetta fræga ríki og höfuðborg þess. Þetta varð mikil ferð til hinnar glæstu Konstantínópel. Ibn Battúta fékk góðar móttökur hjá hinum kristna keisara sem lét hann segja sér frá Betlehem, Jerúsalem og öðrummerkum stöðum. Bæjalún prinsessa varð eftir í foreldrahúsum en Ibn Battúta sneri aftur og brátt var hann kominn aftur á slétturnar norður af Svarta- hafi. Veturinn skall á og kuldinn var nístandi. Þetta var um miðjan vetur og ég fór í þrjár loðkápur hverja yfir aðra, tvennar buxur, aðrar vatteraðar, og á fótunum hafði ég ullarstígvél og aðrar utan yfir með lérefti upp af. Þar utan yfir voru enn stígvél úr hrossaleðri brydduð með bjarnarskinni. Ég þvoði andlitið með heitu vatni við eld en hver dropi sem féll fraus á augabragði. Ég komst ekki á hestbak fyrir öllum fötunum, sem ég var í svo að félagar mínir urðu að hjálpa mér í hnakkinn. 33

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=