Miðaldafólk á ferð
31 Aftur var haldið út á sjó og nú var siglt yfir sundið til Afríku. Fyrsta borgin hét Sæla en okkar maður var ekki hrifinn. Þetta er stór borg með miklum útimarkaði en þetta er óhreinasta, andstyggilegasta og fúlasta borg í heiminum. Ástæðan fyrir fýlunni er fiskur sem liggur umallt og blóð úr úlföldum sem slátrað er á götunum. Leiðin lá lengra suður með austurströnd Afríku allt til borgarinnar Kilvu í núverandi Tansaníu. Ibn Battúta var undrandi á húðflúri í kolsvörtu and- liti sumra íbúanna en hann var hrifinn af timbur- húsum úr fjölskrúðugum viði. En nú var ekki til setunnar boðið ef ferðamenn ætluðu að nota monsúnvindana sem blésu frá ströndum Afríku. Stefnt var á suðurhluta Arabíu- skagans. Þegar þangað kom var Ibn ánægður að sjá að allir heilsuðu öllum með handabandi við moskuna í borginni Safar og margt var líkt því sem hann var vanur að heiman. En hann var ekki gefinn fyrir sjóferðir og lagði því fótgangandi af stað með leiðsögumanni til næstu borgar. Þetta var löng leið og mikil glæfraför og þegar komið var til borgarinnar Kalat var Ibn Battúta svo að- fram kominn og bólginn og blóðugur á fót- unum að hann þurfti að liggja rúmfastur í sex daga. Svo hresstist hann og fór að njóta þess að borða fisk sem var grillaður á laufblaði og mikið sælgæti. Alls staðar voru moskur og höfðingjar sem greiddu götu hans en honum fannst fólkið í Kalhat tala undarlega arabísku. Hann segir: Þó að íbúarnir séu arabar tala þeir óvenjulega. Þeir enda hverja setningu á að segja la (= nei). Þannig segja þeir: „Fáðu þér að borða, nei; farðu þangað, nei; gerðu þetta, nei”.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=