Miðaldafólk á ferð

Með íslam fylgdi arabísk tunga og margir sam- eiginlegir siðir. Einn siðurinn var sá að fara í pílagrímsferðir til Mekka og vera gestrisinn við pílagríma sem fóru slíkar ferðir. Fyrir múslima var auðveldara en áður að fara í langt ferðalag því víða var hægt að gera sig skiljanlegan á arabísku og margir opnuðu dyr sínar og gerðu vel við ferðamenn. En það var ekki auðvelt að leggja upp í heimsreisu og svo gat það verið hættulegt líka. Ibn Battúta hét maður sem var rúmlega tví- tugur þegar hann lagði af stað í pílagrímsferð frá heimabæ sínum í Marokkó árið 1325. Ferða- lag hans átti eftir að standa í nærri þrjátíu ár. Þegar heim kom að lokum þurfti hann oft að segja frá sínum miklum ferðum og svo kom að hann var beðinn að skrifa ferðasöguna. Til þess var honum fenginn ritari sem hlustaði á ferðalanginn mikla segja frá og skráði sögu hans. Sagan er því minningar sem annar maður skrifaði upp misjafnlega löngu eftir að ferðirnar voru farnar. Frá Marokkó til Mekka Ibn Battúta kvaddi föður sinn og móður og allir voru daprir í bragði því enginn vissi hvenær þau myndu hittast aftur, kannski aldrei. Leiðin lá fyrst með norðurströnd Afríku, stundum á fleygiferð til að komast undan ræningjum og um skeið var Ibn Battúta veikur. Ég var kominn með hita og batt mig við hnakk- inn með höfuðklút svo að ég dytti ekki af baki. Loks komum við í borgina Túnis og fólk kom til að fagna ferðafélögum mínum sem það þekkti. Enginn sagði orð við mig því ég þekkti engan. Ég varð svo dapur og einmana að ég gat ekki haldið aftur af tárunum og grét sárlega. Þá tók einn pílagrímurinn eftir því hvað ég var leiður, kom til mín, heilsaði mér og bauð mig velkominn. Þegar Ibn Battúta kom til Egyptalands samdi hann um að verða samferða pílagrímum til Mekka sem ætluðu að leggja af stað frá Damas- kus eftir nokkra mánuði. Á meðan hafði hann tíma til að ferðast á ánni Níl og skoða „Landið helga”. Hann kom til borganna Betlehem og Jerúsalem þar sem hann hélt sig mest í Kletta- moskunni fögru sem enn stendur. Þaðan var sagt að Múhameð spámaður hefði stigið upp til himna. 29

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=