Miðaldafólk á ferð

28 Ibn Battúta fer um heiminn Flytjum okkur til ársins 1325. Öld var þá liðin síðan Snorri Sturluson var mikill höfðingi á Íslandi og skráði kvæði og konungasögur. Ferðalangurinn Markó Póló var nýlega látinn. Enn voru nokkur ár þar til plágan mikla, svarti dauði, barst um heiminn og stráfelldi fólk á öllum aldri. Íslömsk trú var ríkjandi um allt sunnan- og austanvert Miðjarðarhaf og hafði borist suður yfir Saharaeyðimörkina og um austurströnd Afríku. Á sunnanverðum Spáni ríktu múslimar og voru kallaðir márar. Aðalvígi íslams var samt um Arabíuskagann og austur um hina stóru og fjölmennu heimsálfu, Asíu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=