Miðaldafólk á ferð

27 inu sagði hann samfanga frá ferðum sínum. Sá hét Rusti-chello og var frá borginni Písa. Saman skrifuðu þeir svo bók um þessar merkilegu ferðir. Ferðasaga Markó Póló vakti mikla athygli og var skrifuð upp hvað eftir annað og síðar prentuð mörgum sinnum. Frumritið er ekki til lengur og afritin breyttust mikið í meðförum. Sagan þótti ótrúleg á sínum tíma og nú á dögum trúa menn heldur ekki öllu sem sagt er frá. Sumir sem hafa rannsakað málið halda því fram að Markó Póló hafi aldrei komið til Kína heldur hafi hann skrifað lýsinguna upp eftir öðrum og skáldað afganginn. Sérstaklega þykir undarlegt að þeir Póló-bræður og Markó skuli ekki vera nefndir á nafn í kínverskum frásögnum þar sem sagt er þó frá mörgum öðrum ferðalöngum. Aðrir segja að ferðasagan sé trúverðug um flesta hluti og að hún gefi mikilvægar upplýsingar. Vitað er ummann sem las ferðasögu Markó Póló sér til ánægju og fyrirmyndar. Hann hét Kristófer Kólumbus og hann ætlaði til Kína eins og þeir Póló-feðgar og frændur. Hann hafði reiknað út að hægt væri að komast þangað með því að sigla nógu langt í vestur. Hann vissi hins vegar ekki að á milli var heil heimsálfa sem síðar var kölluð Ameríka.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=