Miðaldafólk á ferð

26 Heimferðin Heimferð þeirra bræðra tók þrjú ár og dvöldu þeir nú um sinn í Feneyjum. Nikkóló átti son sem hét Markó og var sex ára þegar faðir hans fór í langferðina. Móðir hans var nú látin og Markó orðinn fimmtán ára. Þá ákváðu bræðurnir að leggja aftur af stað til Austurlanda og tóku Markó með sér. Þeir stefndu að Persa- flóa og hugðust sigla þaðan til Kína en leist ekki á bátana, „ótta- lega dalla, bundna með garni sem var snúið saman úr indversku hnetuhýði”. Þeir höfðu ekki alveg rétt fyrir sér um indversku og kínversku bátana því þeir gátu verið prýðisskip og garnið reynd- ist oftast vel. Engu að síður tóku þeir þann kost að fara land- veginn yfir fjallaskörð og eyðimerkur. Í höll keisarans í Kína var þeim bræðrum tekið með kostum og kynjum. Þeir báru bréf og kveðjur frá páfanum í Róm og var því vel tekið. Markó var í sérstöku uppáhaldi við hirðina og var sendur í mikilvægar ferðir til Indlands og fleiri landa. Honum þótti margt merkilegt að sjá í hinu mongólska Kínaveldi, til dæmis pappírs- peninga en í Evrópu notuðu menn aðallega gull og silfur sem gjaldmiðla. Hann sá líka að stjórnin var með póstþjónustu sem byggðist á boðhlaupurum. Þegar mest lá við voru notaðir hestar sem skipt var um á sérstökum stöðvum, eftir góðan sprett, og fengnir nýir og óþreyttir til að taka við. Eftir 17 ár í þjónustu Kúblæs kans vildu Feneyingarnar komast heim. Þeir fengu hlutverk á heimleiðinni, að fylgja mongólskri prinsessu sem send var til að giftast persneskum prinsi. Nú fóru þeir sjóleiðina með ströndum fram. Hún var erfið, tók tvö ár og 600 manns fórust á leiðinni. Nokkru eftir að Markó Pólo kom heim varð stríð milli borganna Feneyja og Genúa. Markó var tekinn til fanga og haldið í eitt ár þar til friður samdist milli borganna. Meðan hann sat í fangels-

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=