Miðaldafólk á ferð

lengi við kaninn á tyrkneskri tungu sem gjaldgeng var víða um Asíu. Hinn mikli kan spurði þá um kristindóminn og páfann og bað um að sér yrðu sendir hundrað trúboðar og fræðimenn svo að hann gæti fræðst um vestræna siði. Kúblæ kan lét bræðurna hafa vegabréf sem var ílöng plata úr gulli. Sá sem bar þetta dýrmæta merki átti að fá húsaskjól og fararskjóta hvar sem var í hinu mikla Mongólaríki sem kaninn stjórnaði. Mongólar voru hirðingjaþjóð og miklir hestamenn og stríðsmenn og höfðu lagt undir sig Kína og mörg önnur lönd í Asíu, allt vestur til Evrópu. 25

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=