Miðaldafólk á ferð
24 Póló – Kínafarar Einu sinni voru tveir bræður sem hétu Nikkóló og Maffeó Póló. Þeir voru kaupmenn frá mestu verslunarborg í heiminum á dögum Snorra Sturlusonar, Feneyjum á Ítalíu. Feneyskir kaup- menn voru í ferðum um allt Miðjarðarhaf og á innhöfum og fljótum út frá því. Eitt sinn sigldu bræðurnir í verslunarferð og lá leiðin inn á Svartahaf, yfir það og upp Volgufljót. Þar braust út stríð og þeir forðuðu sér um langan veg austur á bóginn og urðu að halda kyrru fyrir í bænum Búkara nærri borginni Samarkand í landi sem nú er kallað Úsbekistan. Þar dvöldu þeir í þrjú ár en þá kom sendimaður frá hinummikla Mongólaforingja og Kínakeisara Kúblæ kan og bað þá að koma til sín í höfuðborg- ina, Peking. Þangað komust þeir eftir þriggja ára ferð. Þeir töluðu
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=