Miðaldafólk á ferð

23 Silki er merkilegt fyrirbæri. Það er notað í föt eins og þið vitið örugglega. Það er merkilegt hvað menn hafa fundið upp á að búa til föt úr margs konar efni. Ull af kindum og fleiri dýrum er algengt efni, bómull sem vex á ökrum er annað, hör er unninn úr stönglum sem minna á njóla eða hvönn. En silkið er samt undarlegast. Það er búið til úr þráðum sem ákveðin tegund af fiðrildalirfum vefur utan um sig, svo hún verður að púpu, áður en hún verður fiðrildi. Til er saga um keis- arafrúna Hsi Ling-Shi sem var að drekka teið sitt einn góðan veðurdag árið 2650 fyrir Krist þegar púpa af þessari tegund datt ofan í tebollann hennar. Púpan opnaðist og í ljós komu fínir þræðir sem keisarafrúin óf saman og til varð fyrsti silkiþráðurinn. Þetta er góð saga því silkið var leyndardómur sem Kínverjar héldu fyrir sig í mörg hundruð ár. Í Kína var það haft í föt, gerðir voru úr því strengir í hljóðfæri og lína til að veiða fisk á og búinn til pappír til að mála á fína kínverska stafi og náttúrumyndir. Silkið var góð verslunarvara til að fara með til fjarlægra landa yfir fjöll og dali. Af hverju? Vegna þess að það var bæði létt og dýrt. Það var létt að flytja með sér og enginn bjóst við að það væri ódýrt og þess vegna borgaði sig fyrir kaupmenn að taka það með sér í erfiðar langferðir. Silkið var samt ekki eina verslunarvaran á silki- leiðinni. Frá Kína komu til dæmis postulín og skartgripir og vestan og sunnan frá bárust tyrk- nesk eða persnesk teppi. Krydd var líka góð verslunarvara til að hafa með sér á langferðum því það var dýrt, létt og eftirsótt. Og það voru ekki bara verslunarvörur sem voru fluttar eftir silkileiðinni. Skepnur bárust á milli og líka listin að temja þær og nota. Tökum til dæm- is þá list að ríða á hesti. Ímyndið ykkur hvað það er hægt að fara miklu hraðar yfir á hesti en fót- gangandi. Fólk sem lifði á því að nýta sér hjarðir af kindum, kúm eða öðrum dýrum (hirðingjar), þurfti að vera mikið á ferðinni til að hafa eitthvað fyrir skepnurnar að bíta og þetta fólk settist fyrst á bakið á hestum og lét þá þeysa með sig um sléttur og grundir. Síðar fundu menn upp hnakk til að sitja á og ístað til að fá stöðuga fótfestu á hestinum. Reiðlistin breiddist út með silki- leiðinni þó að hirðingjar væru lengi vel slyng- astir í þessari list. Í þeim hópi voru Mongólar í Norðaustur-Asíu frægastir. Ekki nóg með þetta: korntegundir og fleiri jurtir voru fluttar eftir silkileiðinni, svo og dans og aðrar listir, trúarbrögð breiddust út með henni, til dæmis Búddatrú; sjúkdómar bárust eftir silkileiðinni og með kynnum fólks blönduðust erfðaeiginleikar. Samt voru bein kynni og sam- skipti fólks ekki alltaf mikil og örfáir fóru alla silkileiðina milli Kína og Miðjarðarhafsins. Einn þeirra er þó þekktur og frægur og mikið er vitað um hann og ferðir hans. Hann hét Markó Póló og fór ferðir sínar á seinni hluta 13. aldar, um það bil hálfri öld eftir að Snorri Sturluson var uppi. Snorri kom aldrei til Asíu en hann hafði samt háar hugmyndir um þessa heimsálfu því hann skrifaði: „Í þeim hluta veraldar er öll feg- urð og prýði og eignir og jarðarinnar gull og gimsteinar.” Markó Pólo gerði betur en Snorri því hann sá sjálfur þessa fegurð og prýði. Um Markó Póló lesið þið í næsta kafla.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=