Miðaldafólk á ferð
22 Á landi Áður en siglingarnar hófust yfir höfin stóru var stundum farið langar leiðir á landi þó að ferðalagið gengi hægt og væri hættu- legt. Til dæmis fóru pílagrímar í Evrópu gangandi tugi og hundr- uð kílómetra þó að það gæti tekið mánuði og ár. Gönguleiðir af þessu tagi gátu orðið að föstum leiðum þar sem stundum voru lagðir vegir og byggð gistihús til að þjóna ferða- löngunum. Lengsta leiðin á landi, sem vitað er um, lá frá Miðjarð- arhafi (þar sem nú heitir Palestína og Líbanon), yfir fjöll, dali og eyðimerkur Asíu og endaði í Kína. Auðvitað getum við líka sagt að leiðin hafi byrjað í Kína og endað við Miðjarðarhafið, ef við horfum á málið frá sjónarmiði Kínverja. Silkileiðin var um það bil 7000 kílómetra löng. Það er eins og að fara fimm sinnum hring- veginn umhverfis Ísland – en ekki í bíl á sléttum vegi heldur fót- gangandi eða á burðardýrum yfir vegleysur, kletta og klungur. Þessi langa leið til og frá Kína hefur verið kölluð silkileiðin . Stundum er reyndar talað um silkileiðirnar vegna þess að þetta var ekki einn vegur heldur nokkrar mismunandi leiðir. Oftast er átt við leiðirnar austur og vestur en þær tóku líka á sig króka til suðurs, til dæmis til Persíu og suður um Indlandsskagann. Silkileiðin Nafnið á silkileiðinni var reyndar fundið upp fyrir bara rúmum hundrað árum. Þeir sem fóru silkileiðina á miðöldum vissu sem sagt ekki að þeir væru að fara „silkileiðina”. En þeir vissu svo sem ekki heldur að þeir lifðu á miðöldum. Bæði þessi heiti, silkileiðin og miðaldir, voru búin til eftir á. Silkileiðin er ekki fráleitt orð. Í fyrsta lagi hljómar það vel – ekki satt? Orðið silki er haft um það sem er mjúkt og heillandi eins og að hafa „silkimjúka rödd”. Í öðru lagi var silki eitt af helstu verð- mætunum sem var verslað með á þessari leið.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=