Miðaldafólk á ferð

21 Miðað við þessar breytingar, sem tóku svona margar milljónir ára, er stutt á milli miðalda og okkar tíma. Heimsálfurnar voru svipaðar í laginu og á svipuðum stað á miðöldum eins og nú. Ameríka var þá, eins og hún er enn afmörkuð af úthöfum bæði austan og vestan við megin- landið. Ástralía er umkringd úthafi og óralangt í næsta meginland. Mannfólkið í Ameríku og Ástralíu hafði lítil tengsl við hinar álfurnar lengi vel. Afríka var og er líka afmörkuð af sjó að mestu leyti en hún er samt tengd við Asíu með land- ræmu að norðaustan. Höfin, sem skilja Afríku frá tveim heimsálfum, eru líka viðráðanleg og hægt að sigla yfir þau á litlum skipum. Asía og Evrópa eru samvaxnar og saman mynda þær mesta landmassa í heimi sem stundum er kallaður Evrasía. Á sjó og vatni Á miðöldum þótti gott að hafa lítið haf, stöðu- vötn og ár til að sigla á, sérstaklega með þungar vörur. Á skipi, bát eða pramma var miklu léttara að flytja þungar vörur heldur en á hestum eða öðrum dýrum. Þegar vel gekk var hægt að láta vindinn drífa bátana áfram. Við segjum núna að þetta hafi verið umhverfisvænni ferðamáti sem sáralítil mengun fylgdi. Stóru úthöfin voru meira vandamál. Litlu bát- arnir með litlu seglin réðu ekki við stormana og öldurnar á úthöfunum. Til þess þurfti að hanna sérstök skip. Ein gerð þeirra varð til snemma á miðöldum og það gerðist á Norðurlöndum. Þau hafa verið kölluð víkingaskip. Norrænum mönnum tókst að sigla yfir Atlantshafið og til Færeyja og Íslands, þaðan til Grænlands og síðan til Ameríku. Þetta var hættuleg sigling og fæst okkar myndu taka í mál að leggja á sig slíka vosbúð og lífið í hættu. En hvernig eigum við að geta sett okkur í spor fólks sem lifði við allt aðrar aðstæður fyrir meira en þúsund árum? Kínverjar urðu líka seigir í siglingum á miðöld- um. Þeir smíðuðu skip sem voru kölluð djonkur og lögðu út á Indlandshaf, sigldu til Indlands og líka til Afríku. Það er til kínverskt málverk frá 15. öld af gíraffa sem þeir tóku með sér heim frá Afríku. Og það er til gamalt kínverskt postulín í Austur-Afríku sem sýnir ferð eins og þessa. En þetta var stutt tímabil því svo hættu Kínverjar þessum úthafs- siglingum í lok miðalda, einmitt þegar Evrópu- menn fóru af stað og sigldu suður fyrir Afríku og alla leið til Indlands og Kína.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=