Miðaldafólk á ferð

19 krossferðinar og frægastur þeirra var enski konungurinn Ríkarð- ur ljónshjarta. Múslimsku heimamennirnir áttu líka fræga her- foringja. Mestur þeirra var Saladín sem náði Jerúsalem aftur úr höndum krossfaranna og það án þess að sýna sömu grimmd og þeir höfðu gert. Saladín og Ríkarður sömdu vopnahlé sín á milli þegar bæði lið voru orðin örmagna. Saladín hélt Jerúsalem en kristnir menn fengu leyfi til að heimsækja staðinn. Nokkrir menn frá Norðurlöndum tóku líka þátt í krossferðunum. Þeir voru kallaðir Jórsalafarar í gömlum íslenskum bókum af því að Jerúsalem var kölluð Jórsalir í þessum ritum. Samskipti í friði og ófriði Krossferðirnar stóðu í tvö hundruð ár og kristnir Evrópubúar töpuðu að lokum. Fáir eru stoltir af þessum hernaði núna og múslimum finnst krossferðirnar vera merki um yfirgang og frekju Vesturlandabúa. Flestir sem fóru þær á sínum tíma álitu samt að þeir væru að gera rétt og hefðu góðan málstað. Eitt er merkilegt við krossferðirnar. Þó krossfarar og múslimarnir væru óvinir höfðu þeir áhrif hver á annan. Reyndar voru þeir ekki alltaf að berjast heldur versluðu og gerðu ýmsa samninga sín á milli. Krossfararnir kynntust nýjum siðum, framandi varningi og tækni, sögum og söngvum, öðruvísi mat og framandi kryddi. Til að flytja vörur og fólk fram og aftur þurfti fleiri og betri skip og þau komu mörg frá ítölskum borgum eins og Feneyjum. Borg- irnar stækkuðu og urðu ríkari. Landið helga, sem nú er kallað Ísrael og Palestína, er mikilvægt í augum kristinna manna, múslima og gyðinga. Í aldanna rás hafa menn stundum búið þar saman í friði en svo hafa komið tíma- bil þegar trúarhóparnir takast á, stundum grimmilega. Þannig var það á krossferðatímanum og þannig hefur það verið aftur síðan ummiðja 20. öld og ekkert lát virðist vera á deilum á þessu svæði. S A L A D Í N

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=