Miðaldafólk á ferð
18 Nokkru eftir árið 1000, um það leyti sem Íslendingar tóku kristni, voru Tyrkir orðnir valdamestir fyrir botni Miðjarðarhafs og þeir voru ekki eins fúsir að leyfa kristnum mönnum að komast til Landsins helga. Þeir lögðu meira og meira land undir sig og fóru að ógna helsta kristna ríkinu á svæðinu sem hét Býsans. Þetta var á þeim slóðum sem Tyrkland og Grikkland eru nú. Keisarinn í höfuðborginni Konstantínópel bað önnur kristin ríki um hjálp og þó sérstaklega páfann í Róm. Hann fékk ekkert sérstaklega góðar undirtektir því samkeppni var á milli ríkjanna. Krossferðir Svo gerðist það að páfinn í Róm var á ferð í Frakklandi árið 1095 og talaði á stórum fundi. Þar hvatti hann riddara og fótgöngu- liða, ríka og fátæka að halda austur í lönd, hjálpa Býsansríkinu og að reka Tyrkina og arabana af svæðum sem áður voru kristin og að frelsa staðina sem Kristur hafði gengið á forðum daga. Hann lofaði öllum syndafyrirgefningu og eilífu lífi sem færu í slíka ferð. Að lokum hrópaði hann: „Guð vill það, Guð vill það!” Fjöldi manns lagði af stað í herför austur í lönd en ekki bara hermenn og riddarar heldur bændur og almúgafólk, illa búið og jafnvel skólaust. Fólkið var merkt með skýrum krossi og þessi herferð var kölluð krossferð. Hún gekk hörmulega, fólkið var agalaust og kunni ekki að berjast og þegar það mætti loks vönum tyrkneskum hermönnum var það strádrepið. Næsta ár fóru vanari menn í krossferð og þeir komust alla leið til Jerúsalem. Ekki fóru þeir eftir kenningum Krists um mildi og fyrirgefningu því þeir gengu berserksgang í borginni, drápu alla sem fyrir þeim urðu og þegar þeir brutust að gröf Krists óðu þeir blóðið í ökkla, segir í einni frásögninni. Krossferðirnar urðu fleiri og krossfararnir stofnuðu lítil ríki, stundum með samningum við heimamenn en oft í blóðugum bardögum. Aðalsmenn og konungar frá Evrópu leiddu margar R í k a r ð u r l j ó n s h j a r t a
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=