Miðaldafólk á ferð

Staðir sem voru álitnir hafa mikinn kraft í trú og siðum urðu eftir- sóttir og margir vildu heimsækja þá. „Kannski kemst ég frekar í himnaríki ef ég fer þangað,” sögðu sumir. Og svo streymdi fólk á þessa staði, vegir voru lagðir og veitingastaðir risu við vegina. Fólkið sem fór á þessa helgu staði var kallað pílagrímar og ferð- irnar pílagrímsferðir. Slíkar ferðir tíðkast í flestum trúarbrögðum. Á miðöldum fóru kristnir menn í pílagrímsferðir til Jerúsalem fyrir botni Miðjarðarhafs vegna þess að Jesús Kristur hafði búið þar forðum. Þeir kölluðu svæðið Landið helga. Þangað var löng, erfið og hættuleg ferð. Arabar náðu landinu á sitt vald á áttundu öld en oftast var hægt að semja við þá og borga gjald fyrir að fá að fara um landið og heimsækja staði eins og Jerúsalem og Betlehem. 17

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=