Miðaldafólk á ferð
16 Í kaflanum hér á undan var sagt frá konu sem fór í ferð frá Íslandi til Rómaborgar fyrir þúsund árum. Þetta var meiri háttar afrek en þótti líka sálubót fyrir hana því Róm var miðstöð kristninnar og heilög borg. Öll eigum við staði sem við höldum upp á eða okkur finnst gott að koma á. Það getur verið vegna þess að okkur finnst staðurinn fallegur eða þægilegur eða vegna þess að við tengjum minn- ingar við staðinn. Stundum tilheyra þessar minningar, atburðir og persónur heilum þjóðum eða enn stærri hópi manna. Tökum bara þrjú dæmi: Pílagrímar og krossfarar • Múslimar trúa á Allah og í þeirra augum er borgina Mekka heilög af því að hún var miðstöð Múhameðs sem var spá- maður þeirra. • Jerúsalem var og er heilög borg í augum margra gyðinga, kristinna manna og múslima. Þar gerðust atburðir í trúarlífi þeirra. • Þingvellir eru friðhelgur staður á Íslandi af því að þar var samkomustaður Íslendinga í margar aldir.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=