Miðaldafólk á ferð

15 Guðríður var nú búin að lifa margt, sigla milli landa og heimsálfa og eiga þrjá eiginmenn. En þetta var ekki nóg – ef við trúum því sem stendur í Grænlendinga sögu sem er ein af íslensku fornsögunum. Þar segir að Guðríður hafi enn orðið ekkja eftir Þorfinn en Snorri sonur hennar hafi eignast konu og farið að búa. Þá tók Guðríður sig til og lagði í eina langferð í viðbót. Hún hélt til meginlands Evrópu, fór suður alla álfuna og stansaði ekki fyrr en hún var komin til Rómar. Slík ferð var kölluð pílagrímsferð og þótti skipta miklu fyrir kristið fólk því Róm var helgur staður. Þegar hún kom aftur heim er sagt að hún hafi stofnað klaustur og gerst nunna. Fólk á ferð til og frá Ameríku Asía – Evrópa – Afríka Um 15.000 f.Kr. Landnemar Ameríku koma frá Asíu og dreifast suður um álfuna. 15. og 16. öld Spánverjar og Portúgalar leggja Suður- og Mið-Ameríku undir sig. 1620 Landflótta Englendingar koma á skipinu Mayflower til austurstrandar Norður-Ameríku. Markar upphafið á straumi landnema frá Evrópu. 17. og 18. öld Afríkubúar fluttir nauðugur í stórum stíl yfir Atlantshafið og seldir sem þrælar í Ameríku. 1840–1920 Milljónir manna flytja búferlum frá Evrópu og Asíu til Norður-Ameríku. 20. og 21. öld Hermenn frá Ameríku taka þátt í átökum í Evrópu og Asíu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=