Miðaldafólk á ferð

14 Það var margt nýtt að gerast á þessum norðlægu slóðum. Kristnin var nýkomin sunnan úr Evrópu og Guðríður var skírð til hennar þó að hún væri alin upp í heiðni og aðhylltist ýmsa gamla siði. Fyrsta veturinn á Grænlandi var veðrið afleitt og sjúk- dómar og hungur herjuðu á fólkið. Þá var leitað til konu sem þóttist geta séð fram í tímann og komist í samband við máttuga anda. Hún hét Þorbjörg og var kölluð lítilvölva. Hún undirbjó galdur sem kallaður var seiður en til þess að fremja hann þurfti hún aðstoð við að syngja og kveða galdurinn. Allir neituðu, flest- ir sögðust ekki kunna neitt og öðrum fannst þetta ókristilegt. Þá steig Guðríður fram og sagðist vera kristin kona en hefði samt lært af fóstru sinni„það kvæði er hún kallaði Varðlokkur”. Hart var gengið að Guðríði að kveða kvæðið og loks lét hún undan. Söng hún svo fallega að allir dásömuðu hana og spákonan Þorbjörg sá nú skýrt að hallærinu myndi ljúka og betri tíð taka við. Hún spáði því líka að Guðríður myndi giftast á Grænlandi en síðan flytja til Íslands og hún sagði líka að Guðríður myndi eiga bjarta framtíð og afkomendur hennar. Þetta er saga sem sögð er í Eiríks sögu rauða. Guðríður var ekkja og hafði misst tvo menn. Á Grænlandi birtist biðill sem hét Þorfinnur Karlsefni og leist honum vel á Guðríði enda var hún fríð og fróð og sögð veramikill skörungur. Um jólaleytið var slegið upp mikilli veislu og haldið brúðkaup. Um vorið héldu hjónin með fjölda fólks á nokkrum skipum til lands í vestri sem Leifur hafði vísað á og kallaði Vínland. Þau sigldu langar leiðir og komust kannski alla leið til staðar sem nú heitir New York. Á Vínlandi eignaðist Guðríður drenginn Snorra. Í þessu landi voru þau í þrjú ár. Síðan sneru þau aftur til Grænlands og fóru þaðan til Noregs og svo til Íslands.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=