Miðaldafólk á ferð

13 Það bjó fólk í Ameríku þegar Evrópumenn komu þangað og hafði búið þar í mörg þúsund ár. Það fólk kom ekki siglandi frá Evrópu eins og Kólumbus og Leifur. Þessir frumbyggjar Ameríku komu gangandi frá Asíu á þeim tíma þegar Ameríka og Asía voru samtengdar á smá landsvæði. Það er samt merkilegt að Leifur og Kólumbus komu siglandi frá Evrópu til Ameríku af því að það var byrjunin á miklu sambandi milli þessara heimsálfa. Seiður og siglingar Víkingurinn Leifur heppni Eiríksson var auðvitað ekki einn í ferðinni til Ameríku. Hann var í hópi fólks sem ferðaðist á milli Noregs, Íslands, Grænlands og Ameríku. Í þeim hópi var kona sem hét Guðríður Þorbjarnardóttir. Hún hafði komið til Græn- lands á víkingaskipi en þau þóttu með bestu skipum á þessum tíma. Siglingin var þó mesta svaðilför og dóu margir á leiðinni. En Guðríður lifði af og átti mörg ævintýri fram undan.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=