Miðaldafólk á ferð

12 Hér fáið þið að heyra um merkilega konu sem var uppi fyrir þúsund árum og ferðaðist meira en flestar konur um hennar daga, meira að segja víðar en flestar konur nú á dögum. Hún sigldi til Ameríku þegar Evrópumenn höfðu ekki hugmynd um að Ameríka væri til. Til Ameríku fór hún eftir vísbendingu frá frægum manni. Hann er svo frægur að það er stytta af honum fyrir framan Hallgrímskirkju í Reykjavík og ferðamenn taka myndir af henni ótt og títt. Hann hét Leifur Eiríksson og var kallaður Leifur heppni. Munið þið eftir Leifi heppna? Það var hann sem „fann” Ameríku um árið 1000, nærri 500 árum á undan Kólumbusi þó að Ameríku- fundurinn sé oftast tengdur við Kólumbus. En auðvitað er það tóm vitleysa að þessir menn hafi fundið Ameríku. Hún var ekkert týnd! Guðríður Þorbjarnardóttir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=