Miðaldafólk á ferð

11 Kristnin varð öflug í Evrópu en á 7. öld kom önnur trúarhreyfing upp austan og sunnan við Miðjarðarhafið sem kölluð var íslam. Hún breiddist út um heiminn. Bæði kristni og íslam voru meira en trúarhreyfingar í nútímaskilningi því með þeim fylgdi ritmál, siðaboðskapur og alls konar venjur og athafnir. Asía Austur í Asíu var lífið fjölskrúðugt. Á stórum sléttum og í fjöllum voru hirðingjar og sumir þeirra þeystu um á hestum og fóru víða. Mongólar voru slík hirðingjaþjóð sem tók að leggja undir sig lönd og ríki á 13. öld, á þeim tíma þegar Íslendingar játuðust norskum konungi. Mongólar geystust suður og vestur um Asíu, um arabalönd og inn í Rússland. Þeim tókst hins vegar ekki að stjórna þessum löndum lengi og veldi þeirra var úr sögunni eftir tvö hundruð ár. Þá var reyndar annað stórveldi komið til sög- unnar, Tyrkjaveldi. Það breiddist út við austan- og sunnanvert Miðjarðarhafið og var til miklu lengur en ríki Mongóla. Ameríka og Ástralía Á meðan allt þetta gerðist voru lítil tengsl við Ameríku og Ástralíu. Þar fór lífið og samfélagið sínar eigin brautir þar til siglingar til Ameríku hófust í lok miðalda og til Ástralíu enn síðar. Sjálft hugtakið miðaldir hefur litla merkingu í Ameríku og Ástralíu, á svo sem ekki mikið við í Afríku og Asíu heldur. Það varð til í Evrópu og miðast við aðstæður þar. Það er enginn leikur að kynna allan heiminn á því tímabili sem er kallað miðaldir og það er heldur ekki gert í þessari bók. Í staðinn fáið þið innsýn inn í einstök svæði og tímabil, kynnist fáeinum persónum og lesið um nokkra atburði. Ímyndið ykkur allt það sem ekki er sagt frá í þessari bók …

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=