Miðaldafólk á ferð

10 Hvernig var lífið á miðöldum? Flestir hafa einhverjar hugmyndir um það. Kannski koma þær úr sögum og bíómyndum um Hróa hött, Ívar hlújárn eða Ronju ræningjadóttur. Þetta eru skáld- aðar sögur og gerast allar í Evrópu. Í þessari bók koma fleiri hugmyndir og frá fleiri stöðum í heiminum. Við þurfum líka að athuga hvernig heimurinn og mannfélagið í fjarlægum löndum litu út á miðöldum. Evrópa Um 500 e. Kr. var Rómaveldi ekki til lengur en í staðinn komin minni ríki og svæði sem lítil stjórn var á. Segja má að Evrópa hafi verið sundruð en svo kom afl sem sameinaði hana en það var kristin kirkja. Hún hafði miðstöð í Róm og forystumann sem var kallaður páfi. Fleiri og fleiri þjóðir tóku kristni og tilheyrðu„kristna fólkinu”, til dæmis Íslendingar árið 1000. Nokkur konungsríki urðu öflugri á miðöldum, kepptu um landsvæði og bólgnuðu út. Þannig var um norska ríkið sem Ísland gekk til liðs við árið 1262. Norska ríkið entist ekki mjög lengi heldur sameinaðist því danska. Evrópa var aldrei undir einni stjórn heldur einkenndist af reiptogi milli ríkja og hugmynda. Stundum er sagt að lénsskipulag hafi ríkt á mörgum stöðum í Evrópu á miðöldum. Þá er átt við að hátt settir menn (aðals- menn, greifar, hertogar o.fl .) hafi haft landsvæði að léni (= láni) frá konunginum. Yfir því landsvæði máttu þeir ráða, leggja á skatta og dæma í málummanna. Í staðinn áttu þeir stundum að borga gjald og leggja konunginum lið með riddaraliði þegar á þurfti að halda. Yfirleitt urðu konungarnir svo öflugri þegar á leið en vald lénsmannanna minnkaði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=