Miðaldafólk á ferð

8 Tímabil Stundum eru nokkrar aldir teknar saman og kallaðar einhverju nafni. Fyrir fimm eða sex hundruð árum voru listamenn og menntamenn á Ítalíu svo hrifnir af sjálfum sér og sínum tíma að þeim fannst að nýr tími væri runninn upp. Þeir voru líka hrifnir af gamla tímanum þegar Grikkir og Rómverjar byggðu musteri og hringleikahús og þeir höfðu glæsilegar rústir frá þeim tíma fyrir augunum. Aldirnar milli Rómverja og þeirra sjálfra fannst Ítölunum vera bara millibil og kölluðu það tímabil því miðaldir . Úr þessu varð til tímabilaskipting sem hefur orðið lífseig. Hún er þannig: Tímabilaskipting • Fornöld frá því að fyrst var farið að skrifa, um 3000 fyrir Krist, og þangað til Rómaveldi var úr sögunni um 500 eftir Krist. • Miðaldir frá endalokum Rómaveldis til um 1500 þegar Kólumbus sigldi til Ameríku, siðaskipti urðu í Norður-Evrópu og fleira gerðist. • Nýöld frá því um 1500 og til þessa dags. Þetta mætti líka kalla nútíma en oftast eru síðustu 100–200 ár kölluð því nafni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=