Menntun til sjálfbærni

3. KAFLI Menntun til sjálfbærni – í skólastofunni 93 · Að hafa helstu áhyggjur sínar í huga · Að hafa eigin lífsgildi í huga · Að hafa sjálfbæra þróun og heimsmarkmiðin í huga Hér er mikilvægt að miðla til nemenda að breytingar eru ekki einungis nauðsynlegar heldur einnig raunhæfar. Gott er að skoða sögu mannkyns og þær stóru breytingar sem hafa orðið m.a. í gegnum afstöðu og vinnu almennings og grasrótarhópa. Gott er einnig að skoða aðra lífsmáta eins og í öðrum menningarheimum, hjá frumbyggjum og fleiri hópum. Lífið eins og við þekkjum í dag er ekki eini möguleikinn. 3. skref: Markmiðssetning Gott er að skipta þessu skrefi í tvennt. Fyrst er hópverkefni þar sem nemendur ræða saman um það hverju þarf að breyta og hvernig væri hægt að láta framtíðarsýnina rætast? Byrjað er á hugstormi með eftirfarandi spurningar að leiðarljósi: · Hvernig getum við látið framtíðarsýn okkar rætast? · Hvað þurfum við til þess? · Búa til lista af öllum möguleikum sem koma til hugar · Kynning og umræður Síðan er farið í einstaklingsverkefni þar sem hver nemandi vinnur að eigin markmiðum með eftirfarandi í huga: · Hvað vilt þú leggja áherslurnar á fyrir þig? · Settu þér skammtíma- og langtímamarkmið! · Markmiðin eiga að vera SMART: Skýr, Mælanleg, Aðgerðamiðuð, Raunveruleg og Tímasett. · Kynning og umræður

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=