Menntun til sjálfbærni

3. KAFLI Menntun til sjálfbærni – í skólastofunni 92 Mynd 12: Áhyggjutréð hjálpar til við að minnka hugsanlegan kvíða. (þýtt af Vigdísi Fríðu Þorvaldsdóttur) 2. skref: Framtíðarsýn Hægt er að taka þetta skref sem hóp- eða einstaklingsverkefni. Nemendur eiga að ímynda sér sína draumaframtíð. Þau velja sér leið til að útfæra framtíðarsýnina, m.a. er hægt að skrifa texta eða stikkorð, teikna sýnina eða koma henni á framfæri á annan skapandi hátt eftir tíma og aðstæðum. Hægt er t.d. að skoða fyrst heiminn í stóru samhengi og hugsa síðan út frá því hvernig eigið líf og nærsamfélagið geti litið út. Gott er að nemendur hafi eftirfarandi í huga þegar þau skapa sína framtíðarsýn:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=