3. KAFLI Menntun til sjálfbærni – í skólastofunni 89 það að hægt er að breyta núverandi kerfum, hugsunarháttum og hegðun. Gott er að víkka þessa umfjöllun svo út með hnattræna vitund og heimsmarkmiðin í huga, flétta saman við sögu og áhrif feðraveldis, við mannréttindi og baráttu kvenna og hinsegin fólks hér og/eða í öðrum löndum, búa til framtíðarsýn og láta nemendur vinna áfram með þau mál. Listgreinar henta svo sérstaklega vel til þess að nemendur vinni úr málefnum sem voru í umfjöllun í öðrum áföngum (þverfaglegt samstarf kennara) á skapandi og valdeflandi hátt. Gott er að gera sér grein fyrir því að menntun til sjálfbærni þarf ekki alltaf að vera umfangsmikil og/eða flókin. Ekki þarf að breyta allri kennslu eða kollvarpa því sem hefur verið gert. Flestir kennarar notast við menntun til sjálfbærni nú þegar á einn eða annan hátt. Oft þarf bara að hugleiða hvernig hægt væri að útvíkka málefnið á þverfaglegan hátt, jafnvel í samvinnu við aðra kennara/áfanga og tryggja það að nemendur fái að vinna á lausnamiðaðan, valdeflandi og skapandi hátt. Hafa ber einnig í huga að kennarinn þarf ekki að vera sérfræðingur í öllum málefnum sjálfbærrar þróunar. Nemendur eru virkir þátttakendur í náminu og beita m.a. lausnarleitarnámi, gagnrýninni hugsun og hnattrænni vitund til þess að vinna verkefnin. Með það í huga er óhætt fyrir kennara að prófa sig áfram, reyna við eitthvað nýtt og vera spenntur fyrir hugmyndaríkri, lausnamiðaðri og skapandi vinnu nemenda. Til þess að leggja mat á eigin kennslu er m.a. gott að notast við matsblað eins og sýnd er á mynd 11. Kennarar fara í gegnum þessi 3 stig kennslu eins og lýst er á mynd 9 í kafla 3.4.2 með annaðhvort allri kennslu sinni í ákveðnum áfanga í huga eða með ákveðin verkefni í huga. Í efri hluta „fiskbeins“ er skráð mat á núverandi kennslu og í neðri hluta „fiskbeins“ getur kenna inn skráð hvað hann ætlar að bæta og hvernig, til þess að efla menntun til sjálfbærni.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=