Menntun til sjálfbærni

3. KAFLI Menntun til sjálfbærni – í skólastofunni 88 3.4.4 AÐ PRÓFA SIG ÁFRAM Hér hafa verið sýnd dæmi út frá tveimur útgangspunktum um kennslu í menntun til sjálfbærni. Hægt er að taka næstum því hvaða málefni sem er sem útgangspunkt og víkka það út í menntun til sjálfbærni annaðhvort í eigin kennslu eða í samvinnu við kennara annarra áfanga. Sérstaklega er áhugavert að taka einstakt heimsmarkmið sem útgangspunkt og ganga þannig t.d. út frá samfélagslegu máli eins og fátækt, hungri eða ójöfnuði. Tökum önnur dæmi, þegar það er t.d. verið að kenna um nýlendustefnu í söguáfanga væri gott að skoða þróunina fram til dagsins í dag með réttlæti í huga, ræða hvernig viðskiptahættir í dag hafa mikið óréttlæti í för með sér og minna á nýlendustefnu, hvaða breytingar þyrfti að gera á hagkerfi til þess að koma á auknu réttlæti og hvernig það passar inn í heimsmarkmiðin. Í tungumálakennslu er auðvelt að koma inn með verkefni sem tengjast sjálfbærri þróun og fylgja t.d. ritgerðavinnu eftir með fjölbreyttum kennsluaðferðum á öllum þremur stigum. Í lífsleikni mætti efla menntun til sjálfbærni t.d. í gegnum umfjöllun um eigin líðan, tengja það við lífsgildi, neyslu- og lifnaðarhætti sem síðan eru tengd við hagkerfið, viðskiptahætti og áhrif þeirra á líðan fólks í fjarlægum löndum og hvað hægt er að gera til þess að koma á breytingum. Í efnafræði mætti t.d. rannsaka súrnun hafs og þau áhrif sem það hefur á lífríkið. Vera síðan í samstarfi við t.d. tungumálakennara sem tekur skrefið lengra og skoða réttlætið í sambandi við súrnun hafs og síðan vinna nemendur úr því sem þarf að gera á skapandi og valdeflandi hátt (t.d. í gegnum Umhverfisfréttafólk). Í eðlisfræði væri upplagt að vinna með orku og rafmagnsframleiðslu. Flétta svo inn í þessa kennslu rökræður (kannski í gegnum hlutverkaleik) um mismunandi framleiðslumöguleika, um orkunotkunina o.fl. Gott er að nota náttúrukort Landverndar sem grunn. Fara svo með þetta þema áfram í nýsköpunaráfanga þar sem nemendur vinna úr sínum hugmyndum. Félagsfræðin opnar mikla möguleika á því að vinna með menntun til sjálfbærni, t.d. með því að skoða tengsl hegðunar fólks við skoðanir þess og koma síðan með skapandi hugmyndir um það hvernig hægt væri að hafa áhrif á fólk. Eða rannsaka áhrif auglýsinga og vinna svo áfram með það og margt fleira. Heimspekin opnar margar dyr að menntun til sjálfbærni eins og í gegnum umfjöllun um siðfræði, lífsgildi, framtíð mannkyns o.s.frv. Í tengslum við kynjafræðina er margt búið að gerast undanfarin ár, ekki síst á grunni og vegna grasrótarhreyfingar. Þarna er m.a. hægt að finna mörg dæmi þar sem valdefling einstaklinga og hópa hefur leitt til breytinga, dæmi sem vekja vonir um Hægt er að taka næstum því hvaða málefni sem er sem útgangspunkt og víkka það út í menntun til sjálfbærni annaðhvort í eigin kennslu eða í samvinnu við kennara annarra áfanga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=