Menntun til sjálfbærni

3. KAFLI Menntun til sjálfbærni – í skólastofunni 83 • Vettvangsferðir o Viðtal við hagsmunaaðila og úrvinnsla. T.d. viðtal við forstjóra olíufyrirtækis hérlendis, eða við verslunarstjóra matvöruverslunar á svæðinu, eða við áhrifavald í t.d. tískuheimi, við bónda, við loftslagsaktívista, við fræðimenn o.s.frv. • Tilraunir og próf o Á vef UN Women Ísland: Hvernig bitna loftslagsbreytingar á konum? • Leikir o Stuttur hreyfileikur sem kveikja um réttlæti. Úr verkefnakistu Grænfánans o Úr kennslugögnum UNESCO skóla: Leikur um vistspor – tenging milli neyslu/vistspors og nýtingu vistkerfa og loftslagsmála, réttlæti. Stutt en áhrifamikið verkefni sem getur m.a. eflt tilfinningaleg tengsl við málefnið. o Einfaldur leikur: Hversu mikil er þín auðlindaneysla? Úr verkefnakistu Grænfánans: o Léttur leikur til að kveikja til umhugsunar og umræðna um tengsl milli neyslu og hamingju. Úr verkefnakistu Grænfánans: Hamingja og neysla o Einfaldur, stuttur en áhrifamikill hlutverkaleikur. Góður sem kveikja til þess að opna augun gangvart réttlæti og mismunandi aðstæðum og tækifærum. Úr verkefnakistu Grænfánans: Stígðu fram – Leikur um loftslagsréttlæti o Hlutverkaleikur sem opnar augu nemenda á þeim áhrifum sem aukin hnattvæðing kann að hafa á matvælaframleiðslu. Úr verkefnakistu Grænfánans: Hlutverkaleikur um viðtæk áhrif hnattvæðingar o Leikur sem opnar augu nemenda fyrir ójafnari dreifingu fólks, mismunandi losun koltvísýrings víðs vegar um heiminn og óréttlæti varðandi launakjör. Úr verkefnakistu Grænfánans: Leikur um hnattræna dreifingu o Vitnisburður um loftslagsmál er hlutverkaleikur þar sem nemendur setja sig í spor mismunandi ungmenna í allskonar löndum og velta fyrir sér þeirra upplifun og hugleiðingum varðandi loftslagsbreytingar. Úr verkefnakistu Grænfánans: Ef ég væri Nalía frá Indlandi eða Peter frá Holland? Vitnisburður um loftslagsmál – Hlutverkaleikur o Úr verkefnakistu Grænfánans: Loftslagskvíði – Lærum um loftslagsmálin og tæklum kvíðann – verkefni. o Þetta er léttur leikur til að kveikja áhuga nemenda á hugtakinu hnattrænt réttlæti, skoða hvað þau vita um það og miðla þekkingu á milli þeirrar. Úr verkefnakistu Grænfánans: Réttlætissalat

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=