Menntun til sjálfbærni

3. KAFLI Menntun til sjálfbærni – í skólastofunni 80 3.4.3 LOFTSLAGSMÁLIN Í VÍÐU SAMHENGI – VERKEFNAPAKKAR Kennsla um loftslagsmál eru í dag hluti af fastri kennslu í flestum skólum landsins. Oft er málið til umfjöllunar í náttúrufræðiáföngum, tungumálakennslu og í lífsleikni. Miklu máli skiptir að kennt verði um loftslagsmálin á þann hátt að nemendur skilji þetta flókna samspil milli losunar gróðurhúsalofttegunda, lifnaðarhátta Vesturlandabúa, neyslu, hagkerfis, hnattvæðingar og réttlætis. Einnig þarf málefnið að snerta þau tilfinningalega til þess að efla getu til aðgerða. Það má heldur ekki láta þar við sitja því nemendur þurfa að fá tækifæri til aðgerða, tækifæri til þess að breyta hugsanlegum kvíða og áhyggjum í raunverulegar aðgerðir og finna á þann hátt að þau eiga rödd og geta haft áhrif. Því er mikilvægt að bjóða upp á aðgerðamöguleika og gefa nemendum tæki og tól til þess að vinna á lausnamiðaðan hátt og koma sínum aðgerðum á framfæri. Kennslan er hér eins og áður skipt upp í 3 mismunandi stig hvað varðar menntun til sjálfbærni en sum af þessum verkefnum geta stundum snert fleiri en eitt stig. Eins krefjast verkefnin mislangs tíma í kennslu, sum eru aðallega hugsuð sem kveikja eða til þess að fá tilfinningalega tengingu, á meðan önnur verkefni eru krefjandi og þurfa töluverðan tíma í undirbúning og framkvæmd. Best er að vinna með nokkur verkefni saman á hverju stigi. Loftslagssmiðjurnar sem Landvernd gaf út bæta enn meiru í verkefnakistu kennara en útfærslur á þeim voru gefnar út eftir að þessi texti var skrifaður og því ekki fléttað beint inn í efnið. Þar sem hér er farið eftir sömu uppskrift og í pakkanum á undan um jarðveginn þá er töluvert um endurtekningar. En hver verkefnapakki á að geta staðið einn og sér. 1. Á fyrsta stigi kennslunnar læra nemendur í gegnum fjölbreyttar aðferðir um loftslagsmálin. Fjallað verður m.a. um kolefnishringrásina, gróðurhúsaáhrifin, áhrif mannkyns (orsakir loftslagsbreytinga), stöðu loftslagsmála og helstu afleiðingar. Á þessu stigi er lögð áhersla á þekkingaröflun og að auka meðvitund og áhuga nemenda um málefnið. Þegar horft er á kennslufræðilegar nálganir menntunar til sjálfbærni þá er mikilvægt að passa að unnið verði með fjölbreyttum aðferðum, að nemandinn sé í brennidepli, að tengja málefni við nærsamfélagið, að upplýsa og fræða aðra og ígrunda og meta. 1. Þekkingaröflun og aukning meðvitundar • Fjölbreyttar aðferðir • Nemandinn í brennidepli • Tenging við nærsamfélagið • Upplýsa og fræða aðra • Ígrundun og mat

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=