3. KAFLI Menntun til sjálfbærni – í skólastofunni 78 að passa að unnið verði með fjölbreyttum aðferðum, að nemandinn sé í brennidepli, að tengja málefni við nærsamfélagið, að upplýsa og fræða aðra og ígrunda og meta, að notast við þverfaglega nálgun og efla hnattræna vitund. Til viðbótar er á þessu stigi lögð áhersla á meginreglu um valdeflingu og getu til aðgerða og einnig á umbreytandi nálgun. Það skiptir miklu máli að stoppa kennsluna ekki eftir annað stigið og láta á þann hátt nemendur sitja eftir „í tómarúmi“ með þekkingu, meðvitund, áhuga, skilning á víðri tengingu og tilfinningalegum tengslum án möguleika til umbreytinga og til þess að hafa áhrif út á við. Ef nemendur eru „skildir eftir“ að loknu öðru stigi þá gæti það jafnvel valdið umhverfis- og loftslagskvíða hjá þeim. Þriðja stig kennslunnar getur hins vegar hjálpað til við að breyta hugsanlegum kvíða í aðgerðavilja og -getu. Mikilvægt er einnig í þriðja stigi kennslunnar að notast við allan afrakstur beggja stiga á undan þannig að aðferðirnar á þriðja stigi snúist um heildræna, þverfaglega og tilfinningalega nálgun þar sem allar kennslufræðilegar nálganir menntunar til sjálfbærni fái að njóta sín. Verkefnin sem eru lögð til hér höfða ekki öll til allra nemenda, t.d. sum minna til nemenda sem eiga erfitt með að koma fram o.s.frv. Þá er mikilvægt að aðlaga útfærslur að getu og hæfni nemenda hverju sinni og láta alla vinna verkefni við hæfi. • Skapandi skil (m.a. í anda Umhverfisfréttafólks) og vettvangsaðgerðir o Halda ræðu o Skrifa stjórnvöldum eða forsvarsmönnum fyrirtækja bréf o Búa til mótmælaspjald og sýna o Halda sýningu o Skrifa grein o Listrænn gjörningur o Taka virkan þátt í endurheimt vistkerfa t.d. með því að planta, týna birkifræ, sá, bera á o.fl. undir leiðsögn fagaðila o Mótmæla o Búa til áhugamannahóp um málefnið í skólanum o Bjóða sveitarstjórnarmönnum á pallborðsumræður o Halda ungmennaþing o Á þessari síðu eftir Helga Reyr Auðarson Guðmundsson, Lilju Báru Kristjánsdóttur og Grænfánaverkefni er verkfærakista fyrir skapandi verkefnaskil. Verkefnakista Grænfánans sýnir einnig marga útfærslumöguleika.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=