3. KAFLI Menntun til sjálfbærni – í skólastofunni 76 Mikilvægt er að búið verður til svigrúm í daglegri kennslu til þess að geta unnið á þverfaglegan hátt, hvort sem er t.d. með samvinnu kennara þvert á mismunandi áfanga, með þemadögum eða á annan nýjan hátt. Hér eru nokkrar hugmyndir um kennsluaðferðir, þessi listi er ekki í neinni sérstakri röð en gott er að notast við fjölbreyttar aðferðir. • Ritgerðavinna eða erindi kennara og/eða nemenda og umræður. Hvað þýðir sjálfbær þróun eða sjálfbærni í þínum huga? Hvernig tengjast þau mál jarðveginum? Hvernig tengist jarðvegurinn daglegu lífi nemenda? Tengsl jarðvegs við mat eða föt. Hvernig er samhengið milli jarðvegs og loftslagsmála? Hvernig tengist lífsstíll í vestrænum heimi við jarðvegseyðingu í Brasilíu eða Borneó? Hvaða vægi hefur ríkjandi hnattræna hagkerfið í þessum áhrifum? Lesefni má m.a. finna hér en gott er að láta nemendur einnig leita sjálfa að áreiðanlegu lesefni. • Skoða myndbönd og ræða. Örfá dæmi um myndbönd má finna hér. • Vettvangsferðir o Viðtöl við fólk úti á götunni. Hvað vita neytendur um tengsl matar við jarðveginn, um áhrif pálmaolíutrjárræktunar eða sojaræktunar á regnskóga og jarðveginn og/eða um tengsl jarðvegs við kolefnishringrás og loftslagsmál? o Að taka út vinnu sveitarfélags eða ákveðins fyrirtækis varðandi heimsmarkmiðin með sérstaka áherslu á jarðveginn og markmið 15. • Leikir o Pallborðsumræður – tenging milli jarðvegs og loftslagsbreytinga. Nokkuð krefjandi verkefni sem þarfnast undirbúnings. Dæmi á bls. 89 í Soils Challenge Badge hjá FAO. o Úr kennslugögnum UNESCO skóla: Leikur um vistspor – tenging milli neyslu/vistspors og nýtingu vistkerfa og síðan við votlendi/jarðveg, réttlæti. Stutt en áhrifamikið verkefni sem getur m.a. eflt tilfinningaleg tengsl við málefnið. o Hlutverkaleikur: Að undirbúa jarðveginn – jarðvegur, sjálfbærni og ég. Úr verkefnakistu Grænfánans o Hvað er á disknum mínum? Góð og auðveld athugun sem kveikja til þess að átta sig á tengingu jarðvegs við eigið daglegt líf. Úr verkefnakistu Grænfánans.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=