3. KAFLI Menntun til sjálfbærni – í skólastofunni 68 3.4 UPPBYGGING KENNSLUNNAR UM MENNTUN TIL SJÁLFBÆRNI Mikil aukning hefur orðið í framboði á verkefnum, smiðjum og kennsluefni í skólum sem styðja við menntun til sjálfbærni. Má þar nefna dæmi frá Grænfánaskólum sem koma m.a. fram í bókinni Á grænni grein, dæmi í bókinni Sjálfbærni – Ritröð um grunnþætti menntunar, nemendaverkefni Umhverfisfréttafólks og þeim fjölmörgum og fjölbreytilegum verkefnum sem koma fram í verkefnakistu Grænfánans. Mikið af fjölbreyttu námsefni fyrir ýmsa aldurshópar hefur verið gefið út og má m.a. finna hér. Í lok ársins 2022 hafa svo einnig bæst við Loftslagssmiðjur Grænfánans. Í handbókinni „Skapandi skóli“ er mörgum kennsluaðferðum sem stuðla að menntun til sjálfbærni lýst nánar. Meira efni er til bæði á íslensku og ensku og er bent á það í kafla 3.6 um nytsamlegar vefsíður. Tilgangur þessa kafla er ekki að búa til mikið af verkefnum til viðbótar, þó að sum ný verkefni verði tilgreind hér, heldur að skoða betur hvar og hvernig hægt er að bæta og breyta núverandi kennslu yfir í menntun til sjálfbærni. Fyrst er farið yfir nokkur grundvallaratriði sem síðan verða útskýrð nánar með dæmum. Eins og hefur komið fram í kafla 2 þá er umhverfismennt nauðsynlegur grunnur í menntun til sjálfbærni. Hún þarf að byggjast upp frá unga aldri en er nauðsynleg á öllum skólastigum. Töluvert hefur verið skrifað um umhverfismennt. Þar sem hér eru áherslur á nemendur unglingastigs grunnskóla og framhaldsskóla er í þessum útfærslum lögð meiri áhersla á að byggja ofan á umhverfismennt og hvernig sú áframhaldandi menntun til sjálfbærni getur litið út. Í þessum verkefnapökkum sem fylgja hér á eftir er m.a. vísað í verkefni sem eru í verkefnakistu Grænfánaverk- efnisins og hafa annaðhvort verið samin af höfundi bókarinnar, af öðrum sérfræðingum Landverndar eða af kennurum Grænfánaskóla. Einnig er vísað í efni og verkefni frá öðrum aðilum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=