Menntun til sjálfbærni

3. KAFLI Menntun til sjálfbærni – í skólastofunni 67 3.2.1 UMHVERFISFRÉTTAFÓLK OG VISTHEIMT MEÐ SKÓLUM Umhverfisfréttafólk og Vistheimt með skólum eru tvö stór verkefni í menntun til sjálfbærni, einnig rekin af Landvernd. Nemendur sem taka þátt í Umhverfisfréttafólki miðla upplýsingum um umhverfis- og sjálfbærnimál á fjölbreyttan og skapandi máta. Nemendurnir eiga síðan kost á því að taka þátt í árlegri keppni hér á landi og vekja gjarnan mikla athygli með verkefnum sínum. Þetta er kjörið verkefni til að valdefla nemendur þar sem þeir fá verkefnið í sínar hendur og ákveða sjálfir hvernig þeir ætla að vinna það. Sem dæmi geta nemendur búið til hlaðvarp, Instagram-síðu, vefsíðu, myndband, ljósmynd, listaverk, spil, bók, gjörning og fleira. Skólum á grænni grein gefst kostur á því að taka þátt í verkefninu, að kostnaðarlausu. Umhverfisfréttafólk er alþjóðlegt verkefni og nemendur frá 43 löndum taka þátt í því. Verkefni sem eru í verðlaunasæti innanlands taka einnig þátt í alþjóða keppni. Sjá nánar. Í Vistheimt með skólum rannsaka nemendur á vísindalegan hátt mismunandi aðferðir til að endurheimta vistkerfi (vistheimtar aðferðir) í sínu nærumhverfi og læra um jarðveg, gróður, líffræðilega fjölbreytni og baráttuna við loftslagshamfarir. Nemendur grípa sjálfir til aðgerða í náttúrunni og læra hvað þarf að gera til að endurheimta landið. Reynslan er valdeflandi og eitt markmiðið með ferlinu er að sýna nemendum á raunhæfan hátt hvað þeir geta lagt til málanna. Að læra um vistheimt er ekki síst mikilvægt hér á landi þar sem jarðvegs- og gróðureyðing hefur verið og er mikil vandamál og mikil reynsla komin á varðandi vistheimtar aðferðir. Einnig má benda á að núverandi áratugur er tileinkaður endurheimt vistkerfa á vegum Sameinuðu þjóðanna. Sjá nánar 3.3 AÐRAR STEFNUR Í SKÓLUM Fleiri verkefni eða stefnur styðja við menntun til sjálfbærni í skólum landsins. Það eru til dæmis heilsueflandi skólar, UNESCO skólar, réttindaskólar UNICEF, Græn skref, Cittaslow hreyfingin, barnvæn sveitarfélög, markviss stefna sveitarfélaga um heimsmarkmið og loftslagsstefna sveitarfélaga. Þessi verkefni eða stefnur taka a.m.k. á hluta af málefnum sjálfbærrar þróunar og notast við nemendamiðaða nálgun og valdeflingu. Mjög vel hefur reynst að vinna þessi verkefni með Grænfánaverkefninu og skapast þá mikil samlegðaráhrif. Umhverfisfréttafólk og Vistheimt með skólum eru tvö stór verkefni í menntun til sjálfbærni, einnig rekin af Landvernd. Uppfærsla 2023: Vistheimt með skólum er núna hluti af Grænfánanum sem þema í því verkefni. Nánar hér.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=