2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 63 Mynd 7. Gangverkið er flókið og ekki sjálfgefið. Við þurfum öll að stiga út fyrir gangverkið og átta okkur á að það er ekki sjálfgefið að það virki, það er ekki náttúrulögmál (fyrir utan náttúruna og hennar hringrásir og kerfi), heldur hefur maðurinn skapað það. Það er því alveg eins á valdi og ábyrgð mannsins að gera breytingar á gangverkinu. Í dag virðumst við vera föst í gangverkinu og náum illa að hugsa út fyrir það. Við tökum ákvarðanir innan gangverksins og teljum að raunveruleikinn sé innan þess. En við þurfum nýja sýn. Við þurfum að hugsa heiminn upp á nýtt og haga okkur sem hluti af náttúrunni. Við höfum ekki einungis þann möguleika að umbreyta heldur er það á okkar ábyrgð. Að hugsa heiminn upp á nýtt og taka þátt í að koma því í framkvæmd, hvort sem er í litlum og/eða stórum skrefum, er frelsisgefandi, valdeflandi, skapandi, gefur okkur tilgang, kjark og traust og minnkar kvíðann. Hér í fyrsta erindinu má hlusta á örfræðslu um menntun til sjálfbærni. Heimildir og ítarefni fyrir kafla 2 eru sameiginlega með kafla 3, í lok þess kafla.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=