2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 62 2.7 MENNTUN TIL SJÁLFBÆRNI – AÐ HUGSA SAMLÍF MANNA Á JÖRÐINNI UPP Á NÝTT Menntun til sjálfbærni býður nemendum upp á ferðalag þar sem takmarkið er sjálfbær þróun. Það takmark er tannhjól í risastóru og flóknu gangverki. Eins og er ná þau tannhjól sem eru virk ekki að snúa tannhjólinu um sjálfbæra þróun og það er ekki hægt að sjá á einfaldan hátt hvernig hægt væri að komast að því markmiði að öll tannhjól um sjálfbæra þróun snúist. Menntun til sjálfbærni snýst um það að gefa nemendum tækifæri til þess að stíga út fyrir gangverkið og horfa á það utan frá með gagnrýninni hugsun. Í kennslunni eiga nemendur að fá þekkingu, hæfni og verkfæri sem gerir þeim kleift að koma sjálf auga á þau tannhjól í gangverkinu sem virka á móti sjálfbærri þróun og sjá tengingar við önnur tannhjól. Með því að hugsa sér framtíðarsýn á skapandi og heildstæðan hátt þar sem þau ímynda sér lífið þegar tannhjólið um sjálfbæra þróun fer loksins að snúast geta nemendur síðan skoðað hvaða tannhjólum þarf að breyta og hvernig hægt er að komast þangað. Slíkar breytingar þurfa að eiga sér stað í mörgum skrefum, oft með mörgum litlum tannhjólum, stundum með stærri tannhjólum og stundum þarf að fara skref til baka ef það kemur í ljós að eitthvert tannhjól tengist kerfinu sem fer í ósjálfbæra átt. Þetta sýnir hvað allt er tengt og flókið, hversu mörg skref þarf að taka og að hvert einasta skref í rétta átt, þó að það séu bara pínulítil tannhjól, skiptir máli. Að vinna í gangverkinu og að stíga út fyrir það, sjá og meta, skapa og gera er stöðugt ferli sem varir alla tíð. Skólinn og kennarinn eiga í þessu ferli ekki bara að leiðbeina nemendum heldur einnig að gefa þeim tækifæri til þess að koma ýmsum hugmyndum í framkvæmd, m.a. í skólanum. Það þarf að gera nemendum kleift að breyta tannhjólum innan skólans og búa til ný, hversu stór eða smá sem þau eru. Skólinn og kennarinn eiga í þessu ferli ekki bara að leiðbeina nemendum heldur einnig að gefa þeim tækifæri til þess að koma ýmsum hugmyndum í framkvæmd, m.a. í skólanum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=