Menntun til sjálfbærni 5 Kennarastarfið er í senn gefandi og krefjandi. Það þarf að undirbúa næstu kynslóð fyrir áskoranir framtíðar með tilliti til fortíðar og nútíðar. Áskoranir sem hver kynslóð þarf að glíma við eru misjafnar og kennslan þarf að taka mið af þeim og er í stöðugri þróun og breytingum háð. Þær áskoranir sem blasa við núna á borð við loftslagsvá, tap á líffræðilegri fjölbreytni og að framfylgja sjálfbærri þróun, eru af stærðargráðu sem varla hefur þekkst áður þar sem þær snerta allt líf á Jörðinni og afkomu mannkyns. Málin eru yfirþyrmandi, flókin og ógnvekjandi. Til þess að mæta þessum nýja raunveruleika og kröfum til menntakerfisins hefur menntun til sjálfbærni (einnig kallað sjálfbærnimenntun) verið þróuð bæði á alþjóðlegum vettvangi og innanlands sem kennslufræðileg nálgun að þessum stóru og mikilvægu viðfangsefnum mannkyns og til að efla getu einstaklinga til aðgerða. Á Íslandi hefur menntun til sjálfbærni verið fléttuð inn í aðalnámskrá fyrir öll skólastig m.a. með þessum sex grunnþáttum menntunar þar sem sjálfbærni er einn þáttanna. Þetta er mjög mikilvægt. En kennarar vita manna best að aðalnámskráin ein og sér dugar ekki til að koma ákvæðum hennar í framkvæmd heldur gerist raunveruleg þróun í skólastarfi, aðallega í gegnum kennara, skólastjórnendur og einnig nemendur. Mikilvægt er að kennarar fái markvissa og faglega aðstoð, hvatningu og stuðning en líka tíma og svigrúm til að auka eigin þekkingu og hæfni. Bókin er skrifuð fyrir kennara unglingastigs grunnskóla og framhaldsskóla en kennarar yngri nemenda geta einnig haft gagn af þó að efnið og verkefnin séu skrifuð með eldri nemendur í huga. Tilgangur þessarar handbókar er þríþættur: 1. Að gefa yfirlit yfir kennslufræðilega nálgun í menntun til sjálfbærni, 2. Að veita kennurum hagnýt ráð um framkvæmd kennslu í anda menntunar til sjálfbærni og dæmi um verkefni, 3. Að fjalla um sjálfbæra þróun, loftslagsmál og líffræðilega fjölbreytni á mannamáli. Megi þessi handbók styðja og hvetja kennara í að efla menntun til sjálfbærni og þannig um leið við kennslu á þessum mikilvægustu áskorunum nútímans og framtíðar. FYLGT ÚR HLAÐI Loftslagsvá er sú hætta sem stafar af loftslagsbreytingum. Önnur orð sem eru oft notuð samhliða eru loftslagsbreytingar af mannavöldum (þær breytingar á loftslagi sem losun gróðurhúsalofttegunda er að valda), loftslagshamfarir (þær hamfarir eða neikvæð áhrif sem verða vegna loftslagsbreytinga) og hamfarahlynun (sem vísar aðallega í ein af mörgum birtingarmyndum loftslagsbreytinga sem er hlýnun loftslags). Líffræðileg fjölbreytni, einning nefnd lífbreytileiki eða líffræðilegur fjölbreytileiki, nær yfir breytileika innan tegunda, milli tegunda og þeirra vistkerfa sem þessar lífverur mynda og eru hluti af, á landi, í sjó og ferskvatni. Náttúra til framtíðar. Sjálfbær þróun Þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum. (Alþjóðleg skýring frá SÞ).
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=