2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 47 2.6.5 ÍGRUNDUN OG MAT – AÐ SPYRJA SPURNINGA OG LEITA SVARA „Nemendur meta stöðu mála í þverfaglegum viðfangsefnum sínum, beita gagnrýninni og skapandi hugsun og setja sér markmið og áætlun um aðgerðir í átt að sjálfbærri þróun.“ Gagnrýnin og skapandi hugsun, nýsköpun Gagnrýnin hugsun er hæfni einstaklings til að beita hugsun eins og greiningu, nýsköpun, vega og meta vandamál og lausn vandamála, ályktun og endurmat. Gagnrýnin hugsun er hæfni til að efast um viðmið, venjur og skoðanir og að velta fyrir sér eigin gildum og athöfnum. Það er m.a. hægt að gera með því að spyrja sig alltaf „af hverju?“ Með gagnrýninni hugsun er verið að taka rökstutt mat og taka sér stöðu m.a. í sjálfbærniumræðunni. Gagnrýnin hugsun er ein af forsendum getu til aðgerða. Á öld upplýsingatækninnar er magn aðgengilegra upplýs- inga gífurlega mikið. Það eykur enn á mikilvægi gagn- rýninnar hugsunar þar sem ekki er hægt að taka bara á móti upplýsingum hugsunarlaust heldur þarf að sigta út m.a. falsfréttir og fréttir sem skipta litlu máli. Til þess þarf að beita gagnrýninni hugsun. Alveg eins þarf að beita henni í vinnu með flókin mál og fjölbreyttar og flóknar lausnir. Á vefsíðu The Global Digital Citizen Foundation er hægt að finna gagnlegar spurningar sem hjálpa þegar skoða á málin með gagnrýninni hugsun. Þar sem hugsa þarf út fyrir kassann til þess að finna nýjar leiðir og fjölbreyttar lausnir sem stuðla að sjálfbærri þróun er mikilvægt að hafa skapandi hugsun. Eins og Albert Einstein er talinn hafa sagt þá er „ekki hægt að leysa vandamál með sama hugsunarhætti og olli þeim“. Menntun til sjálfbærni á að stuðla að skapandi hugsun og nýsköpun. Menntun til sjálfbærni snýst um að opna hugann fyrir nýrri hugsun. Hugsun sem hjálpar okkur út úr núverandi kerfi sem knýr m.a. áfram hagvöxt, hagnað, umhverfisskaða og óréttlæti. Hugsun sem fylgir gildum sjálfbærrar þróunar og mun halda okkur innan þolmarka náttúrunnar. Hugsun sem kemur okkur út úr ósjálfbærri þróun og færir okkur í staðinn aftur inn í hringrásarkerfi náttúrunnar. Gagnrýnin hugsun er ein af þeirri lykilhæfni sem menntun til sjálfbærni á að stuðla að. Með menntun til sjálfbærni verðum við að gefa nemendum tækifæri til þess að hugsa framtíðina upp á nýtt og ekki eftir þeim kerfum og gildum sem eru ríkjandi núna.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=