Menntun til sjálfbærni

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 46 að nemendur þurfi að taka annað sjónarhorn til þess að sjá og upplifa að aðgerðir hvers og eins hafa afleiðingar. Og ekki aðeins fyrir þau sjálf heldur fyrir umhverfið og fyrir aðra. Að breyta um sjónarhorn getur verið forsenda þess að ýta við umbreytingaferlinu. Í framkvæmd menntunar til sjálfbærni hérlendis hefur fókusinn oft verið meira á umhverfismálin sem grunn sem síðan er víkkaður út í málefni sjálfbærrar þróunar. Með því að setja fókusinn á hnattræna vitund kemur inn annar vinkill sem skiptir einnig grundvallarmáli til að vinna að sjálfbærri þróun. Fólk er hvatt til að taka þátt í stjórnmálalegum ferlum. Það er kominn tími til að menntageirinn nýti sér þennan meðbyr frá UNESCO í meira mæli og svari spurningum um kerfislægar orsakir félagslegs óréttlætis og ofnýtingar á náttúrulegum auðlindum með menntun um árangursríka möguleika til aðgerða. Það snýst um að geta lært hvernig hægt sé að feta nýjar leiðir til að lifa í gagnkvæmri virðingu og innan félagslegra og vistfræðilegra takmarkana og að krefjast þeirra stjórnmálalegu skilyrða sem þarf til þess að slíkar breytingar geti orðið að veruleika. Í undirmarkmiði 4.7. af heimsmarkmiði 4 um menntun er vikið að hnattrænni borgaravitund (global citizenship) sem er í íslenskri þýðingu nefnd alheimsvitund. Dæmi um verkefni úr verkefnakistu Grænfánans: Hlutverkaleikur um víðtæk áhrif hnattvæðingar: Hlutverkaleikur sem opnar augu nemenda fyrir þeim áhrif- um sem aukin hnattvæðing kann að hafa á matvæla- framleiðslu. Nemendur eiga að átta sig á mismunandi hagsmunum og ígrunda hvernig núverandi hagkerfi ýtir undir núverandi framleiðsluhætti. Nemendur ræða síðan hvaða lög og reglur þurfi til þess að breyta slíkum fram- leiðsluháttum með umhverfið, dýravelferð og hnattrænt réttlæti í huga. Leikur um hnattræna dreifingu Stígðu fram – Skoðum loftslagsréttlæti og forréttindi Ef ég væri Nalía frá Indlandi eða Peter frá Hollandi? Vitnisburður um loftslagsmál – Hlutverkaleikur „Menntun til sjálfbærni í framkvæmd er lýðræðisleg borgaravitund og þátttaka í framkvæmd.” (UNESCO 2019)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=