Menntun til sjálfbærni

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 45 og samgöngur. Allt er byggt á gildum eins og hnattrænu réttlæti og sjálfbærri þróun. Allar stoðir sjálfbærrar þróunar og þeirra samspil er meðhöndlað en fókusinn er á tenginguna milli staðbundins og hnattræns rýmis og á félagslegu og samfélagslegu víddina, þar með á félagslegt réttlæti, sem þýðir m.a. sanngjarna dreifingu grunnvara. Hnattræn vitund sem menntastefna hefur síðan þróast áfram m.a. í hnattræna borgaravitund (global citizenship education). Þessi menntastefna byggir á siðferðislegum gildum menntunar, friðar og mannréttinda og á að mennta heimsborgara um hnattræna vitund. Auknar áherslur eru á stjórnmálalega menntun. Þannig má segja að hnattræn borgaravitund leggi meiri áherslu á virka þátttöku og meðvitund um lýðræðislegan mátt einstaklinga innan lýðræðisríkja. Tilgangur hnattrænnar borgaravitundar er að mennta heimsborgara sem í sínu einkalífi, í sinni vinnu og sem virkir lýðræðisborgarar eru meðvitaðir um siðferðisleg markmið friðsæls og réttláts heims og standa fyrir því með aðgerðum og virkni eins og þeim er mögulegt. Hnattræn vitund og hnattræn borgaravitund nær til allra stoða sjálfbærrar þróunar en réttlæti innan og milli kynslóða er kjarni menntunar. Efla þarf mikilvæga, vitsmunalega, tilfinningalega og siðferðislega hæfni. Þetta er þverfagleg nálgun sem höfðar sérstaklega til þess að virkja borgaravitund og virkni nemenda með réttlæti að leiðarljósi. Mannkynið í vestrænum löndum er orðið hnattvætt varðandi neyslu sína, ferðalög og upplýsinga- flæði. En það er ekki búið að ná hnattvæðingu á siðferðis- legum grunni. Hnattvæðingunni fylgir ábyrgð og hún gerir málin enn flóknari og samþættari. Hér á hnattræn vitund að gefa leiðarljós. Hnattræn vitund og hnattræn borgara- vitund horfa ávallt á málefnin út frá hnattrænum sjónarhóli. Þær efla hæfni til að sjá staðbundnar aðstæður í hnattrænu samhengi og til að byggja sína staðbundnu hegðun á hnattrænum þörfum. Eins á fólk að þróa framtíðarsýn að réttlátari og sjálfbærari heimi. Eitt af mikilvægum lykilatriðum til þess liggur í sam- kenndinni. Með því að setja sig í spor annarra náum við ekki bara að skilja vandamál þeirra betur á vitrænan hátt heldur einnig á tilfinningarlegan hátt. Það er sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að oft skortir okkur hér í vestrænum heimi eigin upplifun af afleiðingum ósjálfbærra lifnaðarhátta okkar þannig að það er þeim mun mikilvægara að við náum þessari tilfinningalegu upplifun í gegnum samkenndina. Slíkt hefur einnig mikil áhrif á samstöðu og ábyrgðartilfinningu. Í kennslu er hér m.a. hjálplegt að nota hlutverkaleiki til þess Við deilum heiminum hvert með öðru – nóg handa öllum, alltaf. Efling á samkennd er mikilvæg.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=