Menntun til sjálfbærni

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 44 2.6.4 HNATTRÆN VITUND „Vinnum heima með heiminn í huga. Unnið er að aukinni meðvitund um að lifnaðarhættir okkar og aðgerðir í heimabyggð hafa áhrif á kjör og aðstæður fólks annarsstaðar í heiminum. Áhersla er lögð á mannréttindi, réttlæti og jöfnuð.“ Hnattran vitund er vitund um innbyrðis tengsl fólks, samfélaga, hagkerfa og náttúrunnar um allan heim. Hún leggur áherslu á ábyrgð og áhrif einstaklinga, sam- félaga, fyrirtækja og ríkja í þágu allra samfélaga, ekki bara þeirra eigin. Í þessu felst aukinn skilningur fólks á flóknum innbyrðis tengslum hnattvæðingar, hagkerfis, neyslu, umhverfisáhrifa, íbúaþróunar, heilsufars og félagslegra aðstæðna. Þannig að fólk skynjar og skilur þau áhrif sem eigin og samfélagsleg hegðun hefur á hnattræna vísu, jafnframt því að styrkja getu sína til aðgerða til að auka þátttökumöguleika við mótun framtíðarinnar. Til þess að átta sig á orsökum og afleiðingum umhverfis- vandamála og óréttlætis í okkar hnattvædda heimi er grundvallaratriði að sjá og skilja hnattrænar tengingar milli allra stoða sjálfbærrar þróunar. Og síðan tengingar þeirra við okkar eigið daglega líf. Sem dæmi má nefna að það er ekki nóg að Ísland vinni að þeim göfugu markmiðum að endurheimta vistkerfi hérlendis á meðan fluttar eru inn vörur sem auka hnignun vistkerfa og jafnvel mannréttinda- brota í framleiðslulöndunum. Hnattræn vitund er nauðsynlegur kjarni í menntun til sjálfbærni. Í sögulegu samhengi var hnattræn menntun menntastefna sem var þróuð upp úr níunda áratug síðustu aldar sem kennslufræðilegt svar við þeim áskorunum sem aukin hnattvæðing hefur í för með sér. Það þróaðist aðallega úr menntun um mannréttindi, um fjölmenningu, gegn kynþáttafordómum og menntun til friðar. Í þessari menntastefnu er fengist við hnattrænar tengingar og hnattræna þróun sem og tengingar við okkar daglega líf t.d. varðandi neysluvörur frá öllum heimshornum, flóttamenn Hnattræn vitund er vitund um innbyrðis tengsl fólks, samfélaga, hagkerfa og náttúrunnar um allan heim. Hnattræn vitund er nauðsynlegur kjarni í menntun til sjálfbærni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=