Menntun til sjálfbærni

ÞAKKIR Ég var svo lánsöm að fá aðstoð frá ýmsu góðu og fróðu fólki, þar sem það er ekki eins manns verk að skrifa svona bók. Sérstakar þakkir fær Katrín Magnúsdóttir fyrir innblástur, hugmyndavinnu, yfirlestur og góðar ábendingar. Samstarfskonur mínar, þær Sigurlaug Arnardóttir, Ósk Kristinsdóttir, Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét Hugadóttir og Rannveig Magnúsdóttir fá bestu þakkir fyrir yfirlestur á völdum köflum, innblástur og góðar ábendingar. Andrea Anna Guðjónsdóttir fær bestu þakkir fyrir góðar ábendingar og stuðning. Auði Önnu Magnúsdóttur, Brynhildi Bjarnadóttur, Finni Ricart Andrasyni, Ásthildi Björgu Jónsdóttur, Marey Allyson Macdonald og Tuma Tómassyni færi ég bestu þakkir fyrir yfirlestur og góðar ábendingar á völdum köflum. Ég þakka Árna Friðrikssyni kærlega fyrir yfirlestur, stuðning og umburðarlyndi meðan á gerð bókarinnar stóð. Ara Ólafssyni þakka ég fyrir gott spjall og gagnlegar ábendingar. Menntamálastofnun fær bestu þakkir fyrir útgáfu á bókinni auk vinnuna við ritstjórn, yfirlestur og hönnun. Sérstaklega vil ég þakka Andra Má Sigurðssyni, ritstjóra fyrir gott samstarf. Björg Vilhjálmsdóttir fær bestu þakkir fyrir listræna uppsetningu og útlit bókarinnar. Nemendum og starfsmönnum skóla sem hafa prófað ýmis verkefni og gefið mér innblástur, dýrmæta reynslu og góðar ábendingar færi ég mínar bestu þakkir. Ég þakka Landvernd kærlega fyrir tækifærið og traustið og þakka auk þess fyrir veittan stuðning á ritunartíma bókarinnar. Auk Landverndar og Menntamálastofnunar, var gerð bókarinnar styrkt af Þróunarsjóði námsgagna og af verkefninu “Menntun til sjálfbærni” sem stýrt er af Rannís og fjármagnað af Norrænu ráðherranefndinni. Kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Menntun til sjálfbærni 4

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=