Menntun til sjálfbærni

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 39 Samvinnunám Samvinnunám á að byggja upp, styrkja og meta félagslega færni og samskiptahæfni nemenda á þann hátt að námið verður afkastameira. Samvinnunám er regnhlífarheiti yfir mismunandi náms- og kennsluaðferðir þar sem nemendur vinna saman í litlum hópum að sameiginlegu verkefni. Hver nemandi fær sérstakt hlutverk sem er ómissandi fyrir heildarútkomuna og þeir hjálpast að og styðja hver annan. Eitt af hæfniviðmiðum fyrir lykilhæfni í aðalnámskrá er samvinna þannig að samvinnunám hlýtur að vera einn af grundvöllum menntunar í íslenskum skólum. Samvinnunám er í anda menntunar til sjálfbærni þar sem nemendur læra að vinna saman, axla ábyrgð og vinna á lýðræðislegan hátt. Nemendur skiptast á skoðunum og læra hvert af öðru, þau læra að leysa úr vandamálum, hugsa lausnamiðað og mynda sér sínar eigin skoðanir á viðfangsefninu sem þau fást við. Dæmi um samvinnunám úr verkefnakistu Grænfánans: Sjálfbærnidagar: Nemendur sjá um að skipuleggja sjálf- bærnidaga fyrir unglingastig grunnskóla, framhaldsskóla eða háskóla. Um er að ræða tvo heila kennsludaga og sjá þau um að skipuleggja viðburði fyrir samnemendur sína, fá fyrirlesara, sýna kvikmyndir, hafa kynningarbása, vinnustofur, veggspjöld o.s.frv. Námskeið – búum til námskeið og fræðum aðra: Nemendur kynna sér málið og útbúa námskeið fyrir jafnaldra eða almenning. Samvinnunám er í anda menntunar til sjálfbærni þar sem nemendur læra að vinna saman, axla ábyrgð og vinna á lýðræðislegan hátt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=