2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 31 2.5 UMHVERFISMENNT OG MENNTUN TIL SJÁLFBÆRNI Oft ríkir sá misskilningur að menntun til sjálfbærni sé það sama og umhverfismennt og margir tengja það að mestu leyti við kennslu um umhverfið og væntumþykju á nátt- úrunni. Það er hins vegar ekki nóg til að menntunin hafi nægilega mikil áhrif sem umbreytandi afl. Umhverfismennt er mikilvægur hluti af menntun til sjálfbærni en sú síðarnefnda er miklu víðari menntastefna á öllum sviðum. UMHVERFISMENNT MENNTUN TIL SJÁLFBÆRNI Þema og innihald Umhverfismál Umhverfis-, samfélags- og efnahagsmál (öll heimsmarkmiðin), þverfagleg og heildstæð nálgun Markmið Að auka þekkingu, áhuga, væntumþykju og meðvitund á náttúrunni og umhverfismálum Að auka ýmis gildi, hæfni og getu til aðgerða sem stuðla að sjálfbærri þróun, eflir m.a. hnattræna vitund og er umbreytandi nám, finnur aðgerðamöguleika heima fyrir og getur þannig hjálpað gegn loftslagskvíða Kennslu- aðferðir Skoðunarferðir og upplifun á náttúrunni, vinna við náttúruvernd, listsköpun, athuganir og rannsóknir, tilraunir og hópavinna Hlutverkaleikir, hermileikir, bakrýni, ímyndunarferðalög, hugarflug, málþing, heimskaffi, fiskabúrsaðferðin, framtíðarverkstæði og smiðjur Tafla 1: Nokkur atriði sem sýna muninn á umhverfismennt og menntun til sjálfbærni. Athuga að umhverfismennt er hluti af menntun til sjálfbærni þannig að þeir þættir sem einkenna umhverfismennt eiga einnig við í menntun til sjálfbærni. Taflan hér að ofan sýnir vel samband milli umhverfis- menntar og menntunar til sjálfbærni. Í umhverfismennt er verið að byggja upp mjög mikilvæga þekkingu á náttúrunni og umhverfimálum, auk þess sem verið er að efla áhuga og væntumþykju á náttúrunni. Hefðbundnar kennsluaðferðir í umhverfismennt eru m.a. skoðunarferðir og upplifun á náttúrunni, vinna við náttúruvernd, listsköpun, athuganir og rannsóknir, tilraunir og hópavinna. Öll umhverfismennt sem hefur farið fram og fer fram í dag er mjög mikilvæg.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=