Menntun til sjálfbærni

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 29 Áherslurnar í aðalnámskrá ríma vel við heimsmarkmið SÞ og við skýrslur SÞ um loftslagsbreytingar (t.d. skýrslunar IPCC/The intergovernmental Panel on Climate Change) þannig að gott rými virðist vera í námskránni til þess að vinna að málefnum heimsmarkmiða og loftslagsmála. Almennt má segja að það virðist vera ágætt samræmi milli íslenskra og alþjóðlegra skilgreininga á menntun til sjálfbærni. Menntakerfið á Íslandi virðist hafa brugðist ágætlega við áskorunum samfélagsins með aðalnámskrá sem byggir á menntun til sjálfbærni. Víða má þó greina að eftirfylgni og stuðningur við skóla og kennara hefur ekki verið nægilega mikill þannig að það vantar töluvert upp á að hægt sé að fylgja tilmælum úr aðalnámskrá. Niðurstöður úr ýmsum rannsóknum hafa gefið til kynna að kennarar eru oft óöruggir um það hvernig þeir eiga að framfylgja kröfum um grunnþáttinn sjálfbærni í skólastarfi. Þeir hafa m.a. óskað eftir markvissri og faglegri aðstoð og stuðningi, tíma og svigrúmi til að auka sína eigin þekkingu og hæfni, auk þess sem óskað hefur verið eftir verkefnabanka og kennsluefni. Þar sem námskráin kom út árið 2011 er heldur ekki fjallað um loftslagsmálin og sjálfbæra þróun með það neyðarástand í huga sem lýst er í nýlegum skýrslum SÞ og IPCC. Mikilvægt er að þessar áherslur birtist í menntun komandi kynslóða. Þar sem fyrirmæli um menntun til sjálfbærni og um mikilvægi þessara mála er mjög skýrt á vegum alþjóðlegra og innlendra aðila þurfa kennarar ekki að vera feimnir við að taka á þessum stóru málum. Þó að málefnin séu af stjórnmálalegum toga þá eru þau ekki tengd einstökum flokkum enda er afstaða SÞ og vísindasamfélagsins mjög skýr. Þó að málefnin séu af stjórnmálalegum toga þá eru þau ekki tengd einstökum flokkum enda er afstaða SÞ og vísindasamfélagsins mjög skýr.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=