2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 26 Í stefnu UNESCO um menntun til sjálfbærni fyrir 2030 frá 2020 er lögð áhersla á aðgerðir við fimm forgangsmál. Þau eru fyrst um stefnumál og að menntun til sjálfbærni verður að vera samþætt í alþjóðlegum, lands- og svæðisbundnum stefnum tengdum menntun og sjálfbærri þróun. Annað forgangsmál er að nálgast þarf menntunina á heildstæðan hátt innan menntastofnana þannig að tryggt verði að nemendur læri það sem þeir upplifa og upplifi það sem þeir læra. Þriðja forgangsmál er athygli beint á valdeflingu kennara með þekkingu, færni, gildi og viðhorfi sem muni stuðla að sjálfbærri þróun. Fjórða forgangsmál snýst um að viðurkenna að ungt fólk eru lykilaðilar í að takast á við áskoranir um sjálfbæra þróun og tilheyrandi ákvörðunar- ferli. Fimmta forgangsmál er lögð áhersla á mikilvægi aðgerða í nærsamfélögum því þar er líklegast að þýðingar- miklar umbreytandi aðgerðir muni eiga sér stað. Í skrifum SÞ kemur skýrt fram að mannkynið þarf að gera róttækar breytingar bæði á sviði einstaklinga og samfélaga sem og kerfislægar og stjórnmálalegar. Slíkar umbreytingar kalla m.a. á ákveðið umbreytingarstig þar sem fólk verður tilbúið að færa sig út úr þægindaramma sínum og út fyrir öryggi óbreytts ástands, „venjulegum“ hugsunarhætti, hegðun og lífsmynstri. Slíkt krefst hugrekkis, þrautseigju og staðfestu sem getur verið til staðar á mismunandi stigum. Best er ef það gerist vegna persónulegrar sannfæringar, innsæis og tilfinningar fyrir því hvað er rétt. Tilmæli SÞ um menntun til sjálfbærni og um róttækar breytingar innan samfélaga eru skýr en framfylgdin er í höndum hvers lands. Nemendur verða að læra af því sem þeir upplifa og upplifa það sem þeir læra. Í stuttu máli þá er markmiðið að samþætta menntun til sjálfbærni og heimsmarkmið SÞ að fullu inn í allar menntastefnur, menntastofnanir og í menntun kennara. Stuðla þarf að valdeflingu og virkja ungt fólk og heimamenn til aðgerða í nærumhverfinu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=