2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 24 Í menntun til sjálfbærni fyrir 2030 er lögð áhersla á hlutverk menntunar til að ná þessum 17 samtengdu heims- markmiðum. Menntun til sjálfbærni á að auka meðvitund um markmiðin, hún veitir gagnrýninn skilning á samhengi markmiðanna og er hvetjandi á aðgerðir til að ná þeim. Um leið veita heimsmarkmiðin frábært tækifæri til að styrkja sýnina og framkvæmd menntunar til sjálfbærni. Þessi öfluga tenging milli heimsmarkmiða og menntunar til sjálfbærni er ekki bara nauðsynleg heldur býður hún upp á „allir græða“ áhrifin (win-win effect) fyrir bæði svið. Lykilhugsanirnar í menntun til sjálfbærni fyrir 2030 eru þrjár. Sú fyrsta snýst um að róttækar breytingar byrji hjá einstaklingnum og hver og einn einstaklingur sé virkur í umbreytandi aðgerðum sem hafa áhrif á umbreytingu samfélagsins í átt að sjálfbærri þróun. Önnur lykilhugsun hugar að kerfislægum orsökum ósjálfbærrar þróunar og nauðsynlegum kerfisbreytingum. Að hvetja þurfi fólk til þess að tileinka sér önnur lífsgildi en þau sem eru algild í nútíma neyslusamfélögum. Á sama tíma þarf í menntun til sjálfbærni að taka inn í myndina staðreyndir eins og mikla fátækt og viðkvæmar aðstæður. Þriðja lykilhugsunin varðar hina tæknilegu framtíð. Menntun til sjálfbærni þarf að vera svar við bæði tækifærum og ógnum sem koma vegna nýrrar tækni. Hér skipta gagnrýnin hugsun og lífsgildi sem stuðla að sjálfbærri þróun miklu máli, sérstaklega til þess að láta ekki blekkjast að tæknin geti verið aðallausn á flestum málum sjálfbærrar þróunar. Lykilhugsanirnar í menntun til sjálfbærni: 1. Róttækar breytingar á lífsstíl einstaklinga og samfélaga byggt á gildum sjálfbærrar þróunar 2. Kerfislægar breytingar 3. Menntun til sjálfbærni sem svar við bæði tækifærum og ógnum sem koma vegna nýrrar tækni
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=