6. KAFLI Aðgerðir strax – Það sem við verðum að gera 186 6.2.4 Það sem alþjóðasamfélagið verður að gera Mannkynið verður að stöðva aukningu á losun gróðurhúsalofttegunda strax og draga úr losuninni um 55% fyrir árið 2030 og að öllu leyti fyrir 2050. Herða verður aðgerðir stjórnvalda verulega umfram það sem hefur verið áætlað og lofað hingað til. • Vinna að heimsmarkmiðunum (sjá nánar öll 169 undirmarkmið) • Hætta að grafa upp jarðefnaeldsneyti og leyfa því að vera á sínum stað í jörðinni – að ná viðtækum milliríkjasamningi um að grafa ekki upp meiri jarðefnaeldsneyti • Hætta að niðurgreiða jarðefnaeldsneyti • Breytingar á ríkjandi hagkerfi í hagkerfi sem styður við sjálfbæra þróun • Búa til kerfi þar sem gæðum Jarðar væri deild á réttmætan hátt og stórauka jöfnuð milli þjóða og fólks – tryggja að ríku löndin beiti ekki arðráni og þau þurfi að deila sínum auði með fátækari löndum • Tryggja að loftslagsaðgerðir hafi réttlæti að leiðarljósi o M.a. að sjá til þess að fátæku löndin geti staðið undir nauðsynlegri uppbyggingu og aðlögun með kolefniskvótanum sem eftir „má“ losa o Rík lönd verða að aðstoða fátæku löndin við að takast á við afleiðingar loftslagshamfara, við aðlögun og við að tryggja að þau geti fullnægt grunnþörfum íbúa sinna- borga í sjóð fyrir mótvægisaðgerðir gegn loftslagshamförum í fátækum löndum • Tryggja að loftslagsaðgerðir og náttúruvernd fari saman • Setja lög og reglur sem banna ósjálfbæra framleiðsluhætti og arðrán • Fara í aðgerðir til að minnka framleiðslu og neyslu (í vestrænum heimi) • Stuðla að minni notkun orku og betri nýtingu hennar (í vestrænum löndum) • Tryggja öllum börnum grunnmenntun og stuðla að menntun til sjálfbærni í skólakerfi og í fullorðinsfræðslu • Afnema alla mismunun gagnvart konum, stúlkum og minnihlutahópum • Tryggja að mannréttinda sé gætt alls staðar og að til séu réttmæt dómskerfi • Tryggja flóttafólki rétt á mannsæmandi lífi og nýjum tækifærum • Vinna saman og stuðla að friði í heiminum • Stuðla að afvopnun þjóða og útrýmingu kjarnorkuvopna
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=