Menntun til sjálfbærni

6. KAFLI Aðgerðir strax – Það sem við verðum að gera 185 • Setja lög og reglur varðandi skólphreinsun og meðhöndlun úrgangs (líka varðandi útflutning úrgangs og þau vandamál sem geta fylgt fyrir fólk og náttúru í þeim löndum sem taka við úrganginum) • Setja lög og reglur um innflutning á vörum þannig að hægt væri að treysta að þær vörur sem verða á boðstólnum hérlendis hafi ekki skaðað annað fólk, dýr eða náttúruna • Stuðla að meira réttlæti, jöfnuði og mannréttindum o Virða og stuðla að mannréttindum heima og á alþjóðavettvangi. M.a. teljist rétturinn til heilnæms, hreins og sjálfbærs umhverfis til mannréttinda o Öflugir styrkir til fátækra landa til margvíslegrar uppbyggingar og velferðar o Mannúðleg og réttmæt móttaka flóttafólks o Tryggja öllum sem búa hérlendis möguleika til að fullnægja grunnþörfum, aðgang að heilbrigðisþjónustu og menntun – tryggja framfærslu allra landsmanna o Útrýma launamun kynja o Stuðla markvisst að því að minnka einelti, hatursorðræðu og ójafnrétti gagnvart konum og öðrum hópum o Auka fræðslu og menntun um m.a. mannréttindi, réttlæti og jöfnuð o Rækta friðarmenningu og vera talsmaður hennar á alþjóðavettvangi o Vinna markvisst og á gegnsæjan hátt gegn hverskonar spillingu • Leggja á auðlegðarskatt. • Loka skattaskjólum, skattleggja þá peninga og nota skattinn í loftslagsaðgerðir • Borga sanngjarnar upphæðir í sjóð fyrir mótvægisaðgerðir gegn loftslagshamförum í fátækum löndum • Tryggja menntun til sjálfbærni í skólakerfi og í fullorðinsfræðslu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=